Fínt páskafrí og 15 km hlaup

Þá er páskafríið á enda og vinnan byrjar aftur á morgun. Við áttum góða daga með fjölskyldu og vinum. Vorum töluvert á Dalvík á skíðum, sleða og göngu og snæðingur með fjölskyldunni. Hittum allar ömmur og afa, lékum okkur og borðuðum páskaegg. Dagarnir voru ljúfir og góðir.

Ég lokaði páskafríinu í dag með hlaupi frá Þelamörk og hingað heim að hlaði sem eru 15 kílómetrar og tíminn var 80 mínútur. Þetta er það lengsta sem ég hef hlaupið án þess að stoppa á minni ævi. Framundan er hálfmaraþon 21 km við Mývatn 30. maí og ef líkaminn verður áfram sterkur þá ætti ég að klára það.

Börnin eru hress og kát, dafna vel. Kristbjörg er hress. 

100_5237.jpg

 Ása Eyfjörð er fjörkálfur, dugleg stelpa sem lætur okkur líða vel.

100_5189.jpg

 Alltaf eitthvað að brasa og gera skemmtilegt. Tveggja ára í sumar:)

100_5227.jpg

 Ægir Eyfjörð er 3 mánaða og er mjög duglegur að drekka og sofa á nóttunni:)

100_5209.jpg

Feðgar. Ægir brosir mikið og hjalar.

Það þarf ekki að kvarta.

Ég er orðinn frekar spenntur að byrja í nýju vinnunni við Naustaskóla. Fyrsti kennarafundur var haldinn skömmu fyrir páska þar sem við kynntumst og skoðuðum skólann sem enn er verið að byggja. Á næstu dögum hittumst við aftur og kynnum okkur skóla syðra sem er svipað uppbyggður og Naustaskóli er fyrirhugaður. Við ætlum líka að hafa vinnuhelgi og byrja að skipuleggja starfið enda þarf að mörgu að hyggja við opnun nýs skóla. Svo fer allt á fullt í byrjun ágúst.

Munum svo að kjósa 25. apríl og nýta atkvæðið okkar í þágu samfélagsins alls. Ég ætla að kjósa og hef gert upp hug minn sem hefur þróast, breyst og vonandi batnað:)

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með hlaupið og með nýju vinnuna. Ég sé Naustaskóla rísa hér út um eldhúsgluggann minn og finnst þetta ægilega spennandi þannig að ég skil þig vel að vera spenntur að fá að taka þátt í þessu frá upphafi...þetta verður voða gaman.

Gangi þér vel.

kveðja

Heiðrún

Heiðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband