Veðrið

Það er kominn maí og grasið tekið að grænka. Meðalhitinn á Akureyri í síðasta mánuði var 3,5 stig , sem er 1,9 stigum fyrir ofan meðallag. Úrkoman mældist 27 millimetrar , sem er fimmtungi undir meðallagi. Alhvítir dagar voru fimm og er það sex dögum færri en í meðalári. Sólskinsstundirnar voru 82 , sem er 48 klukkutímum undir meðallagi. Svo lítið sólskin hefur ekki mælst á Akureyri í apríl síðan 1992 (Tekið af vef RÚV).

 

Veðrið heldur áfram að spila stóran þátt í lífi okkar Íslendinga og þar er engin kreppa né samdráttur, það er áfram nóg framboð af fjölbreyttu veðurfari. Við fjölskyldan dvöldum í Reykjavík síðasta fimmtudag og til þriðjudags þar sem við hittum fjölskyldu og vini, fórum í brúðkaup, ég var í skólaheimsóknum vegna undirbúnings Naustaskóla og svo skoðuðum við í verslanir og röltum um bæinn. Þann 1. maí fórum við og röltum Laugaveginn í ausandi vatnsveðri, hálftíma síðar stytti upp og dásamleg sólin hélt okkur brosandi og heitum er við gengum um borgina og nutum mannlífs. Klukkutíma síðar kom aftur hellirigning og þannig má segja að veðrið hafi verið það sem eftir lifði ferðar að mestu. Veðrið er gjarnan í aðalhlutverki.

 

Börnin dafna vel. Ása Eyfjörð grípur hvert orðið á fætur öðru, setur saman þrjú orð í setningarhluta, spyr og spyr og fær alltaf svar, það er mikilvægt. Ása hættir hjá nunnunum í dagvistun í júlí og byrjar á leikskólanum Hólmasól í ágúst, hann er 70 metra sunnar í götunni. Ægir Eyfjörð er duglegur strákur, hjalar og hlær, grípur um hluti og fær ómælda athygli frá okkur og systur sinni. Ægir fer svo til nunnanna í haust sem er mjög jákvætt því umönnun og ást þeirra á börnum er uppvexti þeirra í hag.

 

 Í sumar ætlum við að hafa það gott hér heima og njóta þeirrar ómældu veðurblíðu sem framundan er!

 

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi veðurguðirnir vera með þér :)

Helga E. (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband