Ráðinn kennari í Naustaskóla

Í dag var ég einn af 11 kennurum sem var ráðinn til starfa sem kennari við Naustaskóla á Akureyri, 68 sóttu um störfin. Ég er ráðinn frá 1. ágúst 2009 en samningurinn í Lundarskóla rennur út 31. júlí í sumar.

Naustaskóli er í byggingu og stefnan er að fyrsti áfangi verði tilbúinn í júlí svo fyrsta starfsár geti hafist í lok ágúst. Það er gríðarlega spennandi verkefni að fá að skapa skóla frá grunni. Að taka þátt í mótun umgjarðar um börn, starfsfólk, foreldra og samfélagið í kring er heillandi fyrir mann sem hefur lengi haft mikinn áhuga á uppbyggingu samfélaga og uppeldis- og menntamálum og ekki spillir fyrir að ég hef menntað mig í mannfræði og grunnskólafræðum.

Ég kannast við örfá nöfn þeirra kennara sem einnig voru ráðnir og það eitt að byrja á nýjum stað með nýju fólki er spennandi.  Alls verða 10 aðrir starfsmenn ráðnir en búið er að ráða deildarstjóra og í fyrra var skólastjórinn ráðinn. Fyrsta árið verða um 120 nemendur í 1-7. bekk. Meira síðar um hvað ég mun kenna og með hverjum.

Mjög spennandi starf framundan og krefjandi.

Ég mun sakna allra í Lundarskóla þar sem mér hefur liðið ákaflega vel og fengið tækifæri til að móta fyrstu skrefin sem kennari.

Kíkið endilega á þennan frábæra skóla: Naustaskóli

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med starfid. Alt gott ad fretta fra Kanari.

kv

tengdo

Tengdo (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:50

2 identicon

Frábært til hamingju  vonandi verðurðu heppinn með samkennara

skilaðu kveðju til fjölskyldunar frá okkur

-GTH og DB- 

Gunnar T (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Frábært og til hamingju !!  Þín verður saknað ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.3.2009 kl. 17:42

4 identicon

Til hamingju með djobbið!

Gulli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband