Þessu ber að fagna:)

Nýr framhaldsskóli við Eyjafjörð

Í dag var undirritað samkomulag um uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist næsta haust og undirbúningur að byggingu allt að 1300 fermetra skólahúss í Ólafsfirði á þessu ári.. Menntamálaráðherra segir spennandi verkefni í vændum.

 

 

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar, undirrituðu samninginn. Undirritunin fór fram í Tjarnarborg á Ólafsfirði að viðstöddum 10. bekkingum frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði ásamt bæjarstjórum, bæjarfulltrúum og íbúum af Eyjafjarðarsvæðinu.

Búið er að skipa bygginganefnd og er áætlað að framkvæmdir við skólabyggingu í Ólafsfirði hefjist þegar á þessu ári. Þar sem byggingu skólans verður ekki lokið fyrr en árið 2010, er gert ráð fyrir að skólahald hefjist í bráðabirgðakennsluaðstöðu haustið 2009. Fyrirhugað er að kennt verði á Dalvík, Siglufirði og í Ólafsfirði, í samstarfi við aðra framhaldsskóla í Eyjafirði. Skólanefnd verður skipuð fljótlega og auglýst verður eftir skólameistara í byrjun árs 2010.

frettir@ruv.is
Tekið af vef RÚV
Magri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Og síðan droppaði frú herra við hjá oss ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband