Uppeldi og menntun

Ég er búinn að skrifa heil ósköp um uppeldi og menntun í námi mínu, mannfræði- og kennaranámi og því ætla ég framvegis að draga fram glefsur af skrifum mínum og setja hér í dagbókina mína sem fjallar um mig og mína, uppeldi mitt og menntun, um mig í lífinu.

 .....Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, það er erfitt að sannfæra fullorðið fólk um að það eigi að hegða sér öðruvísi og hafa annað gildismat en það sem það ólst upp við og ávann sér í lífinu. Þær stoðir sem fólk byggir mat sitt á, á réttu og röngu, eru ekki auðhreyfðar því það er búið að styrkja þær allt sitt líf. Alveg það sama gildir um börn. Ef við komum til þeirra með einhver lögmál sem virðast fjarlæg og furðuleg þá eru minni líkur á að þau tileinki sér þau. Ef við hugum að aldri og hugarfari barnsins þá höfum við alla möguleika til þess að eiga við það rökræður um gildi og mat á réttu og röngu. Ef við komum fram á jafnréttisgrundvelli þá eigum við möguleika á að sannfæra barnið um að ígrunda þarfir sínar og annarra í framtíðinni og í barnæsku til þess að vega og meta gildi góðrar hegðunar. Það eru meiri líkur á að barni vegni vel í lífinu ef það fær sanngjarna og skýra leiðsögn.......

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Gunnþór, nú er langt síðan ég hef kíkt á bloggið þitt, það er nú líka þér að kenna af því að þú ert latur að blogga. Enda nóg annað að gera.

Mér finnst samt alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, því oftar en ekki erum við á sömu- eða svipuðum hugsananótum. Mér finnst merkilegt að heyra þig klappa fyrir nýrri ríkisstjórn, og það er virkilega kjarkmikið fyrir þig. Og eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar, að þora að viðurkenna að lífsskoðunin (þ.e. pólitíska,stjórnskipulega og efnahagslega) var röng. Það sem pólitíkusarnir eru samt að gera núna er alveg skelfilegt og ömurlegt að sjá á hversu lágu plani þeir eru. En það tengist nú því sem þú skrifar í þessum pistli hér að ofan, það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja, hvað þá hugsa og vinna á gjörsamlega nýjan hátt. Kannski er hreinlega ekki við því að búast.

Til hamingju með leyfisbréfin, til hamingju með heilbrigðið þitt og fjölskyldunnar og til hamingju með yndislegu börnin. Við þurfum að fara að kíkja til ykkar, það verður líklega upp úr miðjum mars. Sigrún þarf að fara í kanínuleiðangur og við tökum væna helgi.

kveðja, Ívar Örn

Ívar Örn (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband