Úr pokahorninu

Sannleikur í rannsóknum og sannleikur í skrifum etnógrafíunnar (þjóðlýsing) getur aldrei orðið meiri eða minni en mannfræðingurinn (rannsakandinn) leyfir; ef ekkert er gert og skrifað verður enginn sannleikur né lygi. Lífið fjallar einfaldlega um sjálft sig endalaust því ef við höldum ekki áfram að karpa, skoða og skrifa óháð sjónarhornum þá verður ekkert til. Enginn heilagur sannleikur hefur nokkurn tímann verið til og mun aldrei verða því sannleikurinn verður aldrei sannur á meðan samfélög hafa eins ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefni og raunin er. Við getum skrifað um fólk eins og við sjáum það en fingraför okkar munu seint hverfa því öll mannfræði er lituð af upplifun rannsakandans. Allt er samhangandi; eins og líkaminn getur ekki án sálarinnar verið til að virka vel og hið sama á við um sálina sem þarf líkama til að keyra sig áfram. Til að líkamar og sálir geti þrifist þarf umhverfi og verund þar sem eitt leiðir af öðru á þróunarbrautinni.  Við höfum skoðanir og setjum þær fram til þess að þroska okkur sem manneskjur og samfélög. Lífið snýst einfaldlega um að vera til og vera meðvitaður um tilvist sína á einhvern hátt og hafa fullan rétt til þess hvernig sem maður er fæddur á þessa jörð.

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband