3.3.2009 | 14:33
Afkvæmin
Ása Eyfjörð verður tveggja ára í sumar. Hún er afar ákveðin og mjög skemmtileg stelpa. Eftir bað sem henni finnst frábær athöfn er gott að fara í náttföt og slopp yfir.
Ægir Eyfjörð braggast vel, bráðum tveggja mánaða gamall, hann er í öruggri umsjá systur sinnar:)
Stundum er Ása full harðhent og klórar bróður sinn stundum en bætir það upp með kossum og knúsi. Ægir er ljúfur og góður, farinn að brosa og hjala svolítið.
Börnin eru dásamleg.
Ægir Eyfjörð er rólegur ungur maður, duglegur að drekka og hvílir sig vel á milli. Það má ekki vanmeta hvíldina í þessu lífi! Litli prinsinn okkar.
Litla prinsessan okkar.
Tíminn líður og Ása Eyfjörð bætir stöðugt í orðaforðann, hún kann að fara með penna og verður eflaust mjög listræn eins og foreldrarnir! Fjölbreytt verkefni er lykill að alhliða þroska.
Annars erum við bara hress. Vorum í Reykjavík frá miðvikudegi til sunnudags liðinnar viku þar sem ég var í vetrarfríi. Þar nutum við "hótels" tengdamömmu og hennar manns, hittum vini, versluðum lítið eitt, kíktum á Gunna mág og Dóru í Reykjanesbæ og ýmislegt fleira. Góð tilbreyting með góðu fólki. Ása er enn að leita að ömmu sinni og síðast í morgunn var amma amma amma það fyrsta sem hún sagði er hún vaknaði. Hún var líka glöð að hitta dagmömmurnar nunnurnar og krakkana.
Við þurfum ekki að kvarta.
Magri
Athugasemdir
Falleg börn og yndislegt líf
Dísa Dóra, 5.3.2009 kl. 23:04
Dásamleg börnin þín !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 8.3.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.