1.2.2009 | 20:47
Hressandi 10 km hlaup!
Á laugardaginn 31. janúar tók ég (keppandi númer 98 næst lengst til vinstri) þátt í enn einu 10 km hlaupinu og telst sennilega vanur hlaupari! Færðin var mjög erfið og er þetta erfiðasta hlaup sem ég hef hlaupið, vindur, úrkoma og færðin dásamleg með hálku undir snjónum! En mikið andskoti er þetta hressandi!
Það verður gaman þegar vorar og ég reyni fyrir alvöru að ná markmiði ársins að komast undir 45 mínútur, metið mitt er 46:36 mínútur.
Annars eru allir hressir hér á heimilinu, Ægir braggast vel og Ása er dugleg að hjálpa til:)
Klöppum fyrir nýju ríkisstjórninni!
Magri
Athugasemdir
Klapp fyrir þér og líka ríkisstjórninni ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 2.2.2009 kl. 23:10
Djöfuls harka er þetta! Ég get ekki einu sinni haft mig út til að labba 5Km, hvað þá hlaupa þá í snjó.
Gulli (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:05
"hvað þá að hlaupa 10km í snjó" ætlaði ég auðvitað að segja þarna
Gulli (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:12
Já Gulli minn, þetta er ekki alltaf auðvelt þ.e. að berja sig af stað. Hugsa því um hvað mér líður vel eftirá og þá hef ég mig af stað:)
Gunnþór (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:34
Það versta er að það tekur marga mánuði að komast úr því að líða eins signum fiski í að líða vel eftir hlaupin
Gulli (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.