Ægir Eyfjörð

Við komum á fæðingardeild FSA kl. 1645 og ætluðum að láta skoða Kristbjörgu þar sem hún var búin að vera með verki um nóttina en þeir entust ekki. Þegar við mættum höfðu tveir samdrættir, öflugir, átt sér stað í bílnum og þegar við komum í skoðun var sóttin orðin afar öflug, tvær mínútur á milli. Ása fór til Hermínu systur og fjölskyldu og ætlunin var að sækja hana eftir "skoðun". Jæja, skoðunin leiddi í ljós fimm í útvíkkun, Kristbjörg settist á bolta og tók blíðlega á móti hverjum samdrættinum á fætur öðrum, ég hringdi í mömmu sem kom og fór með Ásu heim og gisti hjá henni. Ég brunaði heim og sótti "fæðingarsettið" sem er föt og tannburstar og myndavélar og beint á sjúkrahúsið.

Kristbjörg stóð sig eins og hetja og sleppti deyfingu í þetta sinn; leghálsinn þandist út, vatnið fór og hún byrjaði að rembast. Kl. 1911 kom Ægir Eyfjörð í fangið á mömmu sinni, sæll og glaður og móðirin í sæluvímu eftir mikil átök en einnig með mikla reynslu af fyrri fæðingu. Pabbinn klippti á naflastrenginn og við brostum. Hrafnhildur Ævarsdóttir tók á móti drengnum og þvílík dásemdar kona sem það er, mjög gott fólk upp til hópa á fæðingardeildinni. Við upplifðum þessa fæðingu á mjög jákvæðan hátt, okkur fannst við örugg og okkur leið vel, allavega milli verkja! Við erum þakklát.

Ása Eyfjörð hitti bróður sinn í dag og henni fannst þessi "dúkka" spennandi og enn meira spennandi þegar hún fór að hjala, væla og horfa á hana. Ása gaf honum bangsa og stóð sig vel, vildi helst bara hlaupa um gangana og kíkja í herbergin. Það er gaman að eiga tvö börn.

Hér kemur sýnishorn af Ægi Eyfjörð Gunnþórssyni 100_4661.jpg100_4673.jpg100_4694.jpg100_4710.jpg100_4725.jpg100_4734.jpg100_4728.jpg100_4737.jpg

Lífið er gott:)

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Æði-æði-æði

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:53

2 identicon

Hann er ekkert smá æðislegur..Til hamingju flotta fjölskylda :)

Heiðdís Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Dísa Dóra

Vá hvað þetta er flottur strákur

Yndislegt Gunnþór minn og enn og aftur hamingjuóskir til ykkar allra.  Þetta verður bara betra og betra trúðu mér

Dísa Dóra, 13.1.2009 kl. 22:11

4 identicon

kæra fjölskylda,

innilega til hamingju með þennan flotta strák...

gangi ykkur allt í haginn 

Kibbi og Jenný (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:12

5 identicon

Fallegur er hann Ægir -Til hamingju með hann fallega fjölskylda. Gangi ykkur allt í haginn!

Mæja Guðbergs (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:25

6 identicon

Elsku Gunnþór, Kristbjörg og Ása Innilega aftur til hamingju með prinsinn.. og fallega nafnið hans. knús í bæinn  Steinunn og Co

steinunn jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:27

7 identicon

Innilegar hamingjuóskir með Ægi Eyfjörð, myndarstrákur:) Tek undir með þér Gunnþór, það er gaman að eiga 2 börn;)

Kveðjur frá Dalvík, Maja, Addi E., Alexander Már og Rakel Bára

Maja (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:01

8 identicon

Frábært að fá að sjá myndir, við kíkkum í heimsókn fljótlega, svona þegar vel stendur  á hjá ykkur ;)

Hugrún og co (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:56

9 identicon

Til hamingju með soninn Gunnþór. Þú ert að verða asskoti ríkur.

Kveðja

INGI

Ingi Freyr Ágústsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 07:25

10 identicon

Hamingjuóskir með litla gullið ykkar!

Er ekki frá því en að hann eigi smá svip frá stóru systur sinni :*

Hjartans kveðjur

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:42

11 identicon

Innilega til hamingju með fallegan dreng og fallegt nafn!

Soffía Bæringsd (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:37

12 identicon

Feiknar myndalegur herramaður hér á ferð, og svona líka heppinn með litlu stórusystirina.  Thau eiga eflaust eftir ad passa vel uppá hvort annað.  Kv. frá Færeyjum

inga jenný (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:40

13 identicon

Innilega til hamingju með dreginn!

Ragnheiður Reynisdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:35

14 identicon

til hamingju með soninn

Helga Þórey (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband