Færsluflokkur: Dægurmál
13.4.2013 | 16:32
Börnin mín
Ég hef verið lánsamur í lífinu. Kristbjörg konan mín og ég höfum eignast þessa gullmola, Ása Eyfjörð, Kári Eyfjörð og Ægir Eyfjörð, hvert um sig einstakt. Lífið er að hugsa um þau og búa til góðan grunn fyrir þau til að standa á og bæta við.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2012 | 23:08
Kári Eyfjörð Gunnþórsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 09:57
Fjölskyldan, haustið 2011
Ása Eyfjörð 4 ára, skörp og skemmtileg, útsjónarsöm og skapandi.
Ægir Eyfjörð 2 ára, skarpur og skemmtilegur, kraftmikill og skýr.
Stödd í Reykjavík, börnin eru sannarlega mínar stoðir, stoltur af þeim.
Ég losnaði við gleraugun þetta sumarið eftir laseraðgerð, frábært, gaman saman.
Kristbjörg konan mín, góð kona og móðir, þarna erum við í Riga í Lettlandi.
Hjónin stödd í Riga í Lettlandi.
Lífið gengur sinn vanagang. Við höfum vinnu, getum hreyft okkur og borðað góðan mat og drukkið hreint vatn, börnin eru á frábærum leikskóla og líður vel, við eigum góðar fjölskyldur og vini. Lífið er bara gott.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 00:07
Eyjafjörður og við
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 10:47
Ása Eyfjörð 2 ára í dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2009 | 09:24
Laugarvatn og 21,1 km
Sumarið er gott og ljúft. Við fjölskyldan fórum á Laugarvatn í viku þar sem við dvöldum í kennaraíbúð. Lékum okkur mikið saman, fórum í göngutúra, fórum í sund, keyrðum að Geysi og fórum á Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem m.a. mátti sjá uppstoppuð ljón og apa sem okkur þótti öllum áhugavert. Gott að vera á Laugarvatni.
Í gær 11. júlí hljóp ég hálft maraþon í blíðskaparveðri hér á Akureyri í Landsmótshlaupi UMFÍ. Mér gekk vel að hlaupa, mikið líf og fjör í bænum sem hvatti mig áfram, lifandi tónlist á nokkrum stöðum, fjölskyldan mín var í göngugötunni þegar ég fór síðasta sprettinn. Ég stefndi að vera undir 2 klst og það gekk eftir, hljóp þessa 21, 1 km á 1 klst, 50 mínútum og 43 sekúndum. Mjög sáttur.
Í gær áttum við notalegar stundir á Illugastöðum með mömmu og pabba, systrum mínum og mökum og börnum í sumarbústað. Ása varð eftir og finnst frábært, nóg um að vera, krakkar að leika, sund og amma og afi sem stjana við hana. Framundan hjá mér er garðurinn.
Magri
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 22:08
Hálft maraþon klárt!
Í dag viðraði vel til langhlaupa. Ég hljóp af stað og kom heim eftir 110 mínútur eftir að hafa þá hlaupið rétt tæplega hálft maraþon (21,1 km).
Ég ætlaði að prófa það fyrst á Landsmóti UMFÍ hér á Akureyri 11. júlí en í dag var ég tilbúinn og meira að segja undir þeim tíma sem ég hafði stefnt að. Þann 11. júlí ætla ég að hlaupa aftur hálft maraþon í löglegri keppni og setja mér þá markmið með tíma.
Ég hljóp fram að Kristnesi gegnum Kjarnaskóg og Drottningarbraut til baka. Líkaminn var í góðu standi þó hann þráði vatn og suðusúkkulaði eftir hlaup. Mikið er gaman að hafa klárað þetta. Skyldi ég geta hlaupið heilt maraþon?
Magri
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)