Hálft maraþon klárt!

Í dag viðraði vel til langhlaupa. Ég hljóp af stað og kom heim eftir 110 mínútur eftir að hafa þá hlaupið rétt tæplega hálft maraþon (21,1 km).

Ég ætlaði að prófa það fyrst á Landsmóti UMFÍ hér á Akureyri 11. júlí en í dag var ég tilbúinn og meira að segja undir þeim tíma sem ég hafði stefnt að.  Þann 11. júlí ætla ég að hlaupa aftur hálft maraþon í löglegri keppni og setja mér þá markmið með tíma.

Ég hljóp fram að Kristnesi gegnum Kjarnaskóg og Drottningarbraut til baka. Líkaminn var í góðu standi þó hann þráði vatn og suðusúkkulaði eftir hlaup. Mikið er gaman að hafa klárað þetta. Skyldi ég geta hlaupið heilt maraþon?

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Je minn eini hvað þú ertu duglegur....og já,- þú getur örugglega tekið heilt !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.6.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband