Góð skipti

100_5510.jpg

Þegar Ása Eyfjörð átti 1 árs afmæli var ég á sjó, Kristbjörg heima með Ægi í maganum. Ég hef alltaf sagt að sjómennskan gerði mér margt gott og sú reynsla er dýrmæt. Ég vildi verða kennari, ég vildi vinna vinnu sem gerði mér kleift að vera heima þegar börnin væru heima, svo við Kristbjörg gætum eytt flestum stundum saman með þeim.  Nú er ég orðinn kennari, finnst gaman að kenna og er ánægður með kjörin og vinnutíminn er einmitt þannig að ég er heima þegar börnin mín eru heima. Þetta kalla ég góð skipti.

100_5554.jpg

Stundirnar sem við eigum saman, ættu ekki að mínu mati, að byggjast á sjónvarpsglápi eða á rándýrum leikföngum. Ása Eyfjörð dýrkar að vera úti, leika í sandinum, róla, rölta og hitta kisur og hunda eða gefa fuglum brauð. Að ganga á brú yfir læk með dóttur minni er frábær minning. Að svara eilífum spurningum dóttur minnar er frábært.

100_5494_866268.jpg

Að vera í sveitaferð og sýna syni mínum heiminn er frábært. Að kitla Ægi og knúsa, horfa og hlusta á hann hlæja er mjög gaman og gott. Að eiga góða konu sem gerir skyrdrykk handa mér er dásamlegt.

Ég er sáttur, hvorki of né van, hinn gullni meðalvegur lætur mér líða vel.

Annars erum við hress og kát. Ég útskrifaðist formlega 13. júní sem kennari frá Háskólanum á Akureyri en þar er bara útskrifað einu sinni á ári, ég kláraði námið í lok október. Ég er búinn að sækja um meistaranám í menntunarfræði með áherslu á stjórnun skólastofnana nú í haust og tek það með vinnu í Naustaskóla. Áætla að það taki mig 3-4 ár ef allt gengur upp.

Varðandi Icesave. Það er undarleg staða að þurfa að berjast fyrir því að fá að vera með sem þjóð meðal þjóða! Jón Sigurðsson og félagar eyddu drjúgum hluta ævinnar í baráttu sem fólst í því að standa ein og sér! Nú er okkur stillt upp við vegg og hótað að fá ekki að vera með sem þjóð vegna  Björgólfs og félaga í Landsbankanum, maðurinn gengur ennþá laus!

Stöndum við þennan samning, smölum öllum þeim sem bera ábyrgð á tilkomu hans saman og látum þá vinna samfélagsþjónustu svo lengi sem samningurinn er virkur, það er sanngjarnt.

Það fór eins og ég óttaðist með stjórnmálamennina. Þeir eru búnir að gleyma hver stóð vaktina í undanfara hrunsins og stjórnarandstaðan kennir nú þeim sem stjórna um hvernig komið er fyrir okkur ræflunum. Flokkarnir halda sínum döpru vinnuaðferðum, þeir sem stjórna hlusta ekki einu sinni á góðar hugmyndir andstöðunnar og þeir sem eru á móti telja allt vitlaust sem stjórnin gerir. Nýtt Ísland verður ekki til með þessum hætti. 

Mín tillaga og þá sammælis ég Davíð Oddssyni um að við þessar aðstæður á að vera þjóðstjórn, hver þingmaður stendur fyrir sitt atkvæði og meirihlutinn ræður. Fagmenn verða ráðherrar og framkvæma hlutina í umboði alþingismanna.

Ég veit að Ísland mun hrista þennan skuldabagga af sér og brosa í sátt og samlyndi með öðrum þjóðum. Ég ætla að segja börnunum sannleikann um manneskjuna, kenna þeim að forðast græðgi og spillingu og benda sem flestum að rata hinn gullna meðalveg.

Það er gott að vera í sumarfríi, heima með fjölskyldunni, heima á góðum stað á góðu landi sem fór of geyst, en á alla möguleika á að kenna börnum framtíðarinnar, að haga sér eins og við viljum að fólk sé flest!

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með útskriftina. Sé á því sem ég les að kennarastéttinni hefur áskotnað verðugur samferðamaður. Kær kveðja af Norðlingaholtinu.

Ágúst

Ágúst Ó (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband