Mannaskítur í helvíti!

Kannski er mannfólkið í helvíti, kannski erum við bara óhreinindi eða hreinlega skítaskán í þessum heimi og mun okkur þá væntanlega verða skolað í burtu af stað sem við eigum ekki heima á! Er Jörðin kannski hið eina sanna helvíti þar sem mannfólkið nærist á ójöfnuði ef það nærist á annað borð!

10% jarðarbúa eiga 85% eigna Jarðarinnar sem leiðir þá af sér að 90% mannfólks eða um það bil 5,400,000,000 eiga 15% eigna og auðæfa þessarar kúlu. Þessar tölur enduspegla það sem ég skrifaði í síðasta pistli og segja okkur að siðferðisvandi mannfólks er skortur á réttlæti.

Að börn þurfi að deyja svo tugþúsundum skiptir á hverjum einasta degi sökum hungurs og sjúkdóma á meðan aðrir eru að kafna í efnishyggju, segir mér að eitthvað sé verulega brenglað. Að Bush gat orðið forseti með minnihluta atkvæða segir mér að eitthvað sé rotið, að hæstiréttur lækki dóm undirrétts yfir nauðgara sökum aldurs úr 24 mánuðum í 18 mánuði segir mér að eitthvað sé rotið, að jólin sé mesta efnishyggjuhátið veraldar á meðan við minnumst fæðingu Jesú, sem síðar dó negldur á viðarkrossi fyrir framtíðina, segir mér að eitthvað hafi stórkostlega farið úrskeiðis.

Siðvit okkar mannanna er rotið, um leið og við eignumst eitthvað, finnum meðbyr efnislega séð, er eins og fólk dragi að sér höndum og loki munninum vegna hræðslu við að missa auðinn. Flestir sem lenda í slíku og sofa ekki vært yfir vísitölum og öðru eiga erfitt í sálinni.

Ef Jesús kæmi í dag myndi hann eflaust vilja deila öllum þessum auði og rétta hag þeirra sem minna mega sín. Ég veit að það er ekki hægt að taka af fólki það sem það hefur réttilega unnið sér inn en það er hægt að biðla til fólks um að gefa öðrum möguleika á að bjarga sér sjálfir. Ég vil byggja til dæmis Afríku upp þannig að fólk geti bjargað sér sjálft, að fólk hafi sömu möguleika og aðrir. 

Offita, blóðþrýstingur, kvíði, þunglyndi, krabbamein, streita, vöðvabólga, gigt, blóðtappi og síþreyta. Þessir sjúkdómar eru margir hverjir áunnir, við höfum nefnilega gleymt því að við erum efnisleg dýr með ofvirkan siðspilltan heila! Dýr þurfa að hreyfa sig. Þriðji hver Íslendingur fær krabbamein og margir deyja sökum þess, einn á dag deyr sökum reykinga og stöðugt fleiri drepast vegna áunnar sykursýki og sjúkdómum tengdum spiki. Umhverfisþættir í munaði og matargerð eru stórir orsakavaldar í mörgum þessara sjúkdóma.

Ef það er einhver höfundur af þessum heimi þá skal ég aldrei trúa því að það hafi séð heiminn fyrir sér útlítandi eins og hann er í dag, illa innrættar mannverur sem gætu talist sökum siðspillingar vera mannaskítur í helvíti, ef Guð skapaði þennan heim þá er samkvæmt honum ekkert verra en mannaskítur í helvíti. Úrgangur úrhrakanna!

Því miður held ég að það sé enginn höfundur af þessu lífi okkar, enginn sem getur ýtt við okkur. Við sköpum okkur þetta allt saman sjálf með athöfnum okkar.  Ef það er einhver tilgangur með þessu lífi þá skal ég ekki trúa því að það sé hlutverk tugþúsunda barna að leika hungurvofur með alnæmi!!! Ef Guð sem alltaf er talinn algóður hefur skapað þetta líf þá er hann löngu stokkinn frá sökkvandi skipi. Ef Guð skapaði heiminn skal ég ekki trúa því að hann hafi gert ráð fyrir hlutverki illskunnar og viðbjóðsins.

Ég trúi enn á það góða í manninum, ég þarf mikið að vinna með sjálfan mig til að vera góður og réttsýnn, réttlátur og að vera samkvæmur sjálfum mér. Ég er enginn undantekning frá mörgum sauðum þessarar jarðar en ég vil halda í vonina. Samkennd og réttlæti er það sem Jörðin þarf á að halda rétt eins og við mennirnir sem erum að mínu mati fæddir "algóðir" en menningin og umhverfið er það sem spillir okkur.

Hreinsunareld, við þurfum hreinsunareld. Ég sé Guð fyrir mér með flísatöng plokka allt það illa af Jörðinni, bölsvandinn er sá að þá væri Guð ekki að leggja áherslu á lítil börn sem það illa!

Trúum á hið góða í manninum.

Góða helgi

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband