Beðið eftir barni á ný:)

Fyrir einu og hálfu ári biðum við hjónin eftir barni sem við höfðum sannarlega þráð að eignast. Ása Eyfjörð lét bíða eftir sér eina ellefu daga, á meðan kláraði ég að mála húsið og þegar því lauk kom þessi yndislega stelpa til okkar. Lífið síðan hefur verið okkur gott.

Við vissum alltaf að við myndum þrá að eignast annað barn en okkur datt ekki í hug að það kæmi svo skömmu síðar (erum að vísu vel upplýst um hvaða afleiðingar kynlíf getur haft:) ). Við erum tilbúin að eiga tvö lítil börn.

Í dag er barnið skráð í heiminn í meðgönguskrám svo við erum tilbúin þegar barnið er tilbúið. Ég hef ekkert verið að mála en sit nú á vinnustofu kennara og nýti kaffistund til að hugsa um næstu skref okkar sem fjölskyldu. 

Það er gott að eiga góða að!

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í minningunni lét Ása bíða eftir sér lengur;) En þau koma víst bara þegar þau sjálf eru tilbúin. Þið eigið góða tíma framundan og það verður gaman að heyra hvernig Ása bregst við litla barninu.

Við bíðum spennt eftir fréttum en dettur ekki í hug að vera að athuga stöðuna reglulega, það getur gert ólétta konu alveg gaga!!!

 Gangi ykkur vel, sendu Kristbjörgu mínar bestu kveðjur ;)

kv Hugrún

Hugrún og co (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þú skalt þá bara gera ráð fyrir 11 dögum aftur og ekkert fara að bíða strax ;) Ég gekk með öll mín börn í rúmar 42 vikur...

en 090109 er náttúrulega mjög flott dagsetning.....og svosem 190109 líka

en hver sem dagsetningin verður þá óska ég ykkur góðs gengis og njótið stundarinnar !!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 8.1.2009 kl. 22:59

3 identicon

Innilega til hamingju með soninn, fallegt nafn sem þið völduð honum.

Bestu kveðjur til Kristbjargar og  Ásu

Kv Hugrún og co

Hugrún og co (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:47

4 identicon

Til hamingju með drenginn :)

Frænkan í RVK er spennt að sjá myndir og fá frekari vitneskju um drenginn, ss. hæð, þynd jú og nafnið.

Ha det bra

Rósa María (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband