25.10.2008 | 20:50
Fyrsti vetrardagur-fyrsta vetrarhlaup UFA
Þá er veturinn formlega genginn í garð, skóflan og skafan eru mætt á sína staði og hafa þegar verið brúkaðar nokkuð. Ása Eyfjörð eignaðist sína fyrstu snjóþotu í dag, fengum hana hjá Vidda í Skíðaþjónustunni sem var samkeppnisfær við til að mynda Hagkaup og þótti okkur ljúft að geta keypt af honum á sanngjörnu verði frekar en verslun í eigu útrásarxxxxxx. Ef veður verður hagstætt 15 mánaða, 33 ára og þungaðri konu á morgun verður þotan prufukeyrð.
Þar sem kominn er vetur verð ég og aðrir kennarar við Lundarskóla í vetrarfríi á mánudag og þriðjudag. Ég þarf að gera eitt verkefni og byrja á öðru. Eftir fríið kennum við Líney til föstudags og viti menn; lok æfingakennslu! Einstaklings- og parakennslustundir hjá mér eru á enda, tvær stuttar ritgerðir eftir það, tveir dagar á skólabekk og........ ég get sótt um leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari, ég byrja svo að vinna (á launum:) ) í Lundarskóla í desember, það verður gaman.
Ungmennafélag Akureyrar, UFA, stendur fyrir 6 vetrarhlaupum hvern vetur og í dag var fyrsta hlaupið. Hlaupinn er 10 km hringur frá Bjargi og ég hef sett stefnuna á að taka þátt í öllum þessum hlaupum og reyna í einhverju hlaupanna að komast undir 45 mínútur. Í fyrravetur hljóp ég í stilltu köldu veðri á auðu malbiki við bestu aðstæður á 49:32 mínútum. Í dag var hríð, vindur á köflum og hlaupaleiðin var 99% snjór og klaki og því hljóp ég í fyrsta skipti með gorma undir skónum til að vera stöðugri. Í dag hljóp ég þessa 10 km á 49:28 mínútum og miðað við aðstæður get ég vel bætt mig við góðar aðstæður um 3-4 mínútur og því ekkert að gera nema æfa vel og komast undir 45 mínútur. Gaman að bæta sig og þvílík sæla að takast á við svona hlaup.
Ekki vera gráðug.
Magri
Af mbl.is
Erlent
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.