22.10.2008 | 22:18
Myndir af genginu í Magrastræti
Ég reyni að halda líkamanum í þokkalegu standi og skottaðist á Súlur með Lundarskóla. Fór á báðar súlurnar sem tróna í ríflega 1200 metra hæð. Skyggnið var lélegt en frábært að sjá toppa annarra fjalla sem umlykja Akureyri og Eyjafjörð uppúr þokunni. Hressandi ganga.
Hvernig sem blessað efnahagslífið þróast þá höfum við hvert annað og Ása Eyfjörð er okkar ríkidæmi. Við njótum þess að vera saman og Ása er dugleg við heimilisverkin eins og glögglega má sjá!
Sætustu stelpurnar og Ása splæsir í risabros enda varla annað hægt þegar maður umgengst svona skemmtilegt fólk:) Bumban vex og dafnar vel og nú eru tveir og hálfur mánuður þar til Ása eignast systkini. Kristbjörg er enn að vinna fulla vinnu og stendur sig vel í öllum þeim hlutverkum sem fyrir hana falla. Hún er góð mamma og góð eiginkona.
Allt í kringum okkur eru leikvellir og svæði þar sem fjölskyldan getur gert sér glaðan dag án endurgjalds. Að vera saman er gaman, að róla er frábært, að róla í risarólu er alveg geggjað.
En litla rólan er ekkert síðri því þar get ég haldið fast og rólað hraðar.
Ása Eyfjörð er byrjuð að æfa skrefin. Metið er 10 skref alveg ein og því er ekkert því til fyrirstöðu að bæta um betur. Hún er alltaf til í að hafa gaman og alltaf til í að stjórna, helst stjórna ein:) Yndisleg
Það er alltaf gaman að leika sér í sandi. Við fórum yfir götuna á leikskólann Hólmasól og lékum okkur saman.
Rennibrautin er skemmtileg og spennandi. Meira meira segir Ása um leið og hún er komin niður.
Ég hef allt sem ég þarf og gott betur. Ég hef náð að mennta mig og klára kennaranámið eftir mánuð og tel mig heppinn að vera búinn að koma mér í vinnu um leið og náminu lýkur. Ég á góða fjölskyldu sem fer ört stækkandi, fulla frystikistu af mat, nóg af vatni, hreint loft, Subaru (grín), góða heilsu og trausta vini.
Það er gaman að lifa og gaman að fá tækifæri til þess að ala upp barn og gera því eins gott líf og kostur er. Að hjálpa barninu sínu að standa á steini er einn þáttur í því að byggja góðan grunn. Við ættum að byggja meira á steini og dreifa sandinum ofaná. Við ættum að eyða meiri tíma með börnunum og byggja okkur sjálf þannig upp á heilbrigðan hátt.
Magri
Athugasemdir
jebb við erum svo sannarlega rík að eiga gullmolana okkar og þá sem eru á leiðínni
Skítt með þó einhverjir peningar tapist - maður á enn stóru vinningana
Dísa Dóra, 23.10.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.