Fríið búið

Já kæru vinir þá er þessum páskum lokið og við tekur dásamlegt hversdagslíf þar sem debetfærslur koma inn í netbankann eftir nokkrar mínútur eða klukkutíma en ekki eftir 5 daga... mér finnst gott að allt sé eðlilegt á ný.

Annars fínir páskar, mikil skíði miðað við síðustu 3 ár sem ég fór ekkert! Skíðaklíkumótið fór vel fram á Dalvík og á eftir var Bláskelsveisla hjá Daða sem var dásamlegt.  Klíkan er flokkur karla og kvenna sem á það sameiginlegt að vera frá Dalvík eða hafa flust þangað og hafa æft og keppt á skíðum eða bara vera vinur einhvers í hópnum. Semsagt komum við saman hverja páska og keppum í samhliðasvigi með bjórstöð í miðri braut enda menn misgóðir í hvoru fyrir sig. Geysilega gaman saman.

 Í dag þvoði ég bílinn og lét smella sumardekkjunum undir enda sumarið á næsta leyti. Í morgunn fór ég í sund með gamla fólkinu sem hittist í pottunum og segir sögur af sér og sínum, mér líður mjög vel innan um eldri borgara í lauginni því það er alltaf eitthvað sem ég get brosað af sem ekki fer framhjá mérBrosandi Svo er bara gaman að hlakka til að verða gamall og vera ekkert að pæla í því hvernig sundfötum maður er í, hvað þá að láta sér líða vel með girta sundskýlu uppað nafla og ofar. Það er gott að vera gamall og hress, vona að ég fái þess notið, bara seinna samt.

Á morgun fer ég til Hafnarfjarðar og á sjóinn sem matsveinn um miðjan dag.

 Best að prófa að hafa commentakerfið opið og sjá hvort það verði í lagi.

 Gleðilegt sumarSvalur

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Allir hressir

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, 18.4.2006 kl. 15:30

2 identicon

Alltaf gaman ad kikja vid a sidunni thinni. Bestu kvedjur fra Manchester:-) Agusta

Agusta (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband