Prófkjör á morgun

SjálfstæðisflokkurinnSpennan eykst, enda er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur-kjördæmi á morgun. Okkur félögum í flokknum gefst tækifæri til að stilla upp sterkum lista sem mun leiða flokkinn til sigurs í vor. Halldór Blöndal sem leitt hefur listann lengi stígur nú niður af sviðinu og við þurfum öflugan leiðtoga sem þorir að taka ákvarðanir er varða kjördæmið sem heild sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Kjördæmið okkar er eina „hreina“ kjördæmið sem ekki liggur að rótum Suðvesturhornsins og þess vegna er kominn tími á að efla fólkið og berja niður minnimáttarkennd sem kann að blunda gagnvart borginni. Í mínum huga kemur bara einn til greina í fyrsta sætið og það er Kristján Þór Júlíusson.

 

Við fórum í slökunarnudd í gær, algjör unaður, heilnudd og pottur á eftir. Endurnýjun er nauðsynleg, aukin orka og flæði, bara eins og í pólitíkinni. Annars er allt í góðum gír, skólinn að enda og prófin framundan, búinn 14. desember og byrja aftur 9. janúar árið 2007. Verkefnavinna að klárast og þá er bara að rifja upp efnið og gera sig kláran í próf.

Í dag ætlum við til Dalvíkur til að skera út í laufabrauð með mömmu og systur auk fylgifiska sem slæðast kunna með. Eftir skurðinn og listflétturnar sem kunna að myndast á kökunum ætlum við að borða hangikjöt með kartöflum og uppstúf, grænum baunum og rauðkáli og auðvitað laufabrauð með....

......ef ég væri á dauðadeild og það ætti að taka mig af lífi myndi ég velja þennan mat sem síðustu máltíðina! En við Íslendingar dæmum ekki til dauða eins og sum ríki gera. Það mætti samt alveg dæma morðingja í meira en 16 ára fangelsi ef það á að loka þá inni á annað borð, ég vildi nú frekar sjá betrunarlausnir. Núna er ég kominn í ruglið og held að ég fari bara í bæinn, kíki á kosningaskrifstofuna og bruna svo til Dalvíkur þegar Kristbjörg hefur lokið störfum.

Góða helgi magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband