Af genginu í Magra 46, syðri endanum...

100_3366.jpg

Ása Eyfjörð er á þessari mynd komin í vorgír með sín fyrstu sólgleraugu og þótti það verulega fínt og flott enda sætasta stelpan.

Lífið heldur áfram hjá okkur hér í Helgamagrastræti og þó það sé "kreppa" þá höldum við áfram að brosa og lifa skemmtilegu lífi sem er ekki verðbólguhvetjandi! Við lifðum laus við kaupæði þegar "góðærið" var og hét og því líður okkur ekkert svo hræðilega þó kreppan andskotist um mela og móa; keyrum bara enn minna, nýtum fötin betur, nýtum matinn betur og höfum meira gaman saman á lífrænan hátt! Ég kláraði prófin með stæl og nú eru einungis 15 einingar eftir í B. ED prófið en þær tek ég í æfingakennslu í Lundarskóla frá 17. ágúst til byrjun desember og þá er bara að hella sér í kennslu. Ég fór á frystitogara í 3 vikur í maí, stoppaði í 3 daga og fór aftur í 2 vikur í júní, stoppaði þá 3 daga og fór á sjó í 5 daga. Næsta törn er lokahnykkurinn á sjóferlinum er ég fer á Björgvin EA næstu daga eða eftir 2 vikur og verð þar til um miðjan ágúst.

100_3456.jpg

 Ása er orðin mjög sjálfstæð ung dama og vill að sjálfsögðu gera hlutina sem mest sjálf. Hún er byrjuð að borða allflestan mat og er mjög dugleg. Pera er mjög góð og auðvelt að brytja hana niður með öllum þeim tönnum sem hún er komin með, tvær talsins!!

100_3492.jpg

 24. maí varð Ása Eyfjörð 10 mánaða gömul og hún gleður okkur á hverjum degi.

100_3538.jpg

 Að fara út að hjóla finnst okkur frábært. Ása réði sér vart fyrir kæti þegar við fórum fyrst að hjóla, hló og skríkti en dottaði svo þegar á leið!

100_3540.jpg

 Kristbjörg er enn í orlofi og sá tími sem hún hefur verið heima hefur verið mjög góður. Kristbjörg er frábær mamma og nýtur þess að ala upp barn. Kristbjörg byrjar að vinna í byrjun ágúst eftir ár sem er búið að vera notalegt. Ása byrjar á sama tíma í dagvistun hjá nunnunum í Brálundi.

100_3552.jpg

 Á 17. júní voru mæðgurnar hjá mömmu/ömmu sinni í Reykjavík og höfðu það mjög gott. Ég var svo "heppinn" að skipið bilaði og við komum í land syðra um hádegi þennan dag svo við fórum í bæinn og kíktum á stemminguna sem var góð.

100_3570_586666.jpg

 Já tíminn líður sannarlega. Ása Eyfjörð er orðin 11 mánaða gömul og því stutt í fyrsta afmælisdaginn. Það er sem það hafi gerst í gær er við fengum hana í hendur, núna er hún farin að gera alla þá hluti sem foreldrar eru svo stoltir af og við erum sannarlega glöð og ánægð að eiga þessa stelpu sem hefur gert okkur að betri manneskjum.

100_3565_586669.jpg

Maður þarf víst að bursta tennurnar þó þær sé bara tvær! Lífið er gott. Við gerum okkar besta hvern dag, við höfum gott skjól, næga fæðu, frábæra fjölskyldu og við höfum hvert annað, meira ætlast ég ekki til. Það eru allir hressir, líf okkar saman hefur verið frábært og í góðum hópi er alltaf pláss fyrir fleiri. Það er nóg pláss í Helgamagrastræti, bíllinn er rúmgóður og við erum orðin verulega spennt að vita hvort nýjasti meðlimur Helgamagragengisins sé strákur eða stelpa? Það kemur í ljós eftir 6 mánuði!!!

Lifið heil

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

nohhhhh innilega til hamingju með tilvonandi fjölgun

Það er svo sannarlega satt að þessu börn gefa manni allt sem þarf

Kveðja og knús

Dísa Dóra, 30.6.2008 kl. 08:29

2 identicon

núnú, það eru aldeilis fréttirnar þá loksins að það er bloggað. Til hamingju með þetta, ég giska á strák að þessu sinni.

 kveðja frá Ferjubakka, Ívar Örn

Ívar Örn (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband