14.4.2006 | 17:55
Gleðilega páska
Þá er þessi Jesú-hátíð byrjuð með pompi og prakt. Í gær fór ég í kirkjuna á Dalvík þar se frænka mín var fermd, það var svaka stemming í kirkjunni og enn meiri í veislunni á eftir. Um kvöldið fórum við ásamt mömmu og pabba, systrum mínum og fjölskyldum í leikhúsið hér á Akureyri að sjá Litlu-Hryllingsbúðina.... svakalega fín og skemmtileg sýning, geggjuð sviðsmynd!
Í dag fórum við í norðlensku alpanna hér á Akureyri, mikið af fólki og snjórinn fínn, bæði natural og snjóbyssusnjór. Það er alveg ljóst að ég hef engu gleymt á skíðunum og bar af í brekkunum.
Annars allir hressir á leið í mat og drykk
Magri
Athugasemdir
Voðalega eru menn endalaust ófrumlegir við "nafngiftir" á skíðasvæðum. Annað hvert svæði kennir sig við alpana orðið. Austfirsku alparnir í Oddskarði, norðlensku alparnir í Hlíðarfjalli og eflaust kalla Bláfjöll sig íslensku alpana að hætti höfuðborgarbúa að nefna allt "íslenska".
Þá er nú betra að skella sér bara í Böggvisstaðafjall á heimatilbúinn snjó!
Gulli Svíi
Gulli Svíi (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.