2.5.2008 | 13:22
STAÐREYNDIR UM KENNARASTARFIÐ
Kennarar fá ekki meira frí en aðrir.
Á tímabilinu frá ágústlokum fram í byrjun júní vinna kennarar 42,86
stundir á viku, eða tæpum 3 stundum meira en gengur og gerist miðað
við fullt starf. Þessar 3 stundir á viku á starfstíma skólans gera um
13 daga á ári sem færa kennurum lengra jóla- og páskaleyfi.
Kennarar fá ekki lengra sumarfrí en aðrir.
Kennurum er ætlað að skila 102150 klst. á sumri í endurmenntun en eiga
möguleika á að dreifa þeim tímum á vetrarmánuðina og vinna sér þannig
inn fleiri sumarfrísdaga.
Minni kennsluskylda þýðir ekki minna vinnuframlag.
Krafa kennara um minni kennsluskyldu snýst um að kennarar hafi meiri
tíma til að sinna þeim þáttum starfs síns sem snúa að undirbúningi
og úrvinnslu kennslunnar. Kennari með 24 nemendur hefur t.d. eingöngu
um 5 mínútur á dag í undirbúning fyrir hvert barn sem er einfaldlega allt
of lítið.
Vinna kennara utan kennslustunda er vanmetin.
Kennarar hafa einungis 5 klst. á viku (1 klst. að jafnaði á dag) til
að sinna:
· samstarfi fagfólks innan skólans og utan
· foreldrasamstarfi
· skráningum
· umsjón og eftirliti með kennslurými
· nemendasamtölum
Tekið af vef félags grunnskólakennara
Magri
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.