20.3.2008 | 23:42
Páskar
Mín ósk er að íllska heimsins dofni, mennirnir sættist og deili með sér mat og vatni, deili með sér gleði og sorg, styðji hvern annan. Mín ósk er að allir fái tækifæri til að lifa af umhverfi sínu óháð því hvernig þú fæðist í heiminn, hvaðan þú kemur og hvernig þú lítur út. Vert þú þú og leyfðu mér að vera ég, einfalt.
Við mennirnir erum að þroskast og ef til vill mun okkur takast að feta hinn gullna meðalveg milli of og van, þegar við höfum jafnað út græðgina, hungrið, ofbeldið, hræsnina, vonskuna, efnishyggjuna og misréttið þá eigum við von. Áður en þetta tekst þurfum við að vera samkvæm sjálfum okkur og gera það sem við viljum að aðrir menn geri okkur, nálgast skoðanir annarra með virðingu og opnum huga, ígrunda skoðanir okkar og dæma ekki það sem við þekkjum ekki. Leitum leiða til að þekkja það sem við hræðumst. Virðum trúarbrögð hvers annars, virðum trúleysi og virðum náungann.
Gleðilega páska
Magri
Athugasemdir
Falleg páskahugleiðing hjá þér.... eða páska og ekki páska... bara falleg hugleiðing;punktur. Gleðilega páska til ykkar frá okkur
Jenný Dögg (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:16
Svo sammála þér.
Gleðilega páska gamli minn
Dísa Dóra, 22.3.2008 kl. 12:07
Thetta hljomar eins og gagnryni a Sjalfstædisflokkinn... :p
Holli (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:45
Hæhæ
vonandi hafið þið haft það notalegt yfir páskana.
Bestu kveðjur
Helga og co
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.