Bananalýðveldi?

Er Ísland bananalýðveldi? Hvað er að verða um "efnahagsundrið" sem blossaði upp með stórframkvæmdum, eru engar lausnir þegar veislunni lýkur aðrar en að reisa fleiri álver? Hvar eru sérfræðingarnir sem bjuggu til efnahagsundrið nú þegar allt er á niðurleið? Geta stjórnvöld ekki barið niður verðbólguna? Maður spyr sig.

70% landsmanna eru fylgjandi ríkisstjórninni svo ekki er það lausn að koma Frjálslyndum, Framsókn og Vinstri-Grænum að (enda hafa landsmenn ekki áhuga á því), eða hafa þau lausnir nú þegar kreppir að? Það virðist ekki vera flókið að stjórna þegar allt er fullt af seðlum en nú reynir á stjórnendur. Krónan er í steik, markaðurinn er í steik, verðbólgan er í steik....... veislan er á enda og við þurfum aðra uppskrift til að poppa þetta upp!

Magri sem aldrei fyrr með sultarólina herta 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband