10 km hlaup, 49 mínútur og 32 sekúndur

Á föstudaginn fór ég ásamt um tug kennaranema í kynningarferð á Skagaströnd, kántrýbæinn við Húnaflóa þar sem búa ríflega 500 manneskjur í huggulegu samfélagi. Sveitarfélagið gerði þetta líka í fyrra og einn nemenda kennir þar í dag. Við fórum snemma að morgni og byrjuðum daginn í vöfflukaffi í skólanum þar sem okkur var kynnt starfsemin og starfsfólk en það var starfsdagur og því engin börn á svæðinu. Við fórum á æfingu í flottu nýlegu íþróttahúsi, kíktum á leikskólann, hádegismat í Kántrýbæ, kynntumst starfsemi fiskmarkaðarins, fórum á snyrtistofu, snittur og veigar með sveitarstjórnarfólki, sigling um Húnaflóa, rúntur um bæinn, námsverið, heitur pottur, slökun í sumarbústað og dagurinn endaði í 3 rétta kvöldverði í Kántrýbæ með kennurum og sveitarstjórnarfólki sem bauð uppá skemmtun, gleði og gaman. Frábær dagur og góð markaðssetning á Skagaströnd, margir plúsar við það að fara þangað að kenna og rækta fjölskylduna. Skagaströnd kemur til greina sem næsti áfangastaður.

Laugardagurinn rann upp með afar fallegu veðri, stillt, autt og -2°C. Vetrarhlaup UFA #5 af 6 fór fram á götum bæjarins. Hlaupinn er 10 km hringur frá Bjargi. Ég hef verið að vinna í mínum heilsumálum síðan í ágúst og markmið sumarsins 2008 var að geta hlaupið 10 km á undir 60 mínútum. Kerfið virkar vel, fitan hverfur í rólegheitum, óhollusta í mat og drykk dregst saman og heilbrigðari sál í hraustari líkama er vaxandi. Nú var kominn tími til að vera með í 10 km hlaupi og voru keppendur 16 alls, ég var númer 10 af 16 og kom sjálfum mér skemmtilega á óvart, bætti eiginn tíma um 5 mín og hljóp þessa 10.000 metra á 49, 32 mín. Tímarnir eru hér á eftir.

 Vetrarhlaup nr. 5, 23. febrúar 2008

 

Starri Heiðmarss

1969

41:31

Rannveig Oddsdóttir

1973

42:30

Heimir Guðlaugsson

1967

42:56

Sigríður Einarsdóttir

1966

43:05

Gísli Sverrisson

1961

45:46

Þröstur Már Pálmason

1972

47:09

Björk Sigurðardóttir

1969

47:16

Guðrún Gísladóttir

1972

47:37

Ásta Ásmundsdóttir

1963

49:17

Gunnþór Eyfjörð

1975

49:32

Magnús Sigurgeirsson

1957

49:33

Davíð Hjálmar Haraldsson

1944

49:35

Arnfríður Kjartansdóttir

1960

49:46

Þorlákur Axel Jónsson

1963

55:20

Elín Hjaltadóttir

1947

55:40

Elsa María Davíðsdóttir

1971

1:00:05

 

Við fórum til Dalvíkur um kvöldið og þar hittist öll fjölskyldan í tilefni afmælis pabba, snæddum saman, krakkarnir spiluðu og sungu og fylgst var með Evróvísjón þar sem DalvíkurFrikki sigraði og á hann það skilið með góðri frammistöðu með góðum hópi. Við gistum á Dalvík og fórum til ömmu og afa í morgunsárið áður en við héldum heim í Magrastræti. Sunnudagurinn var fallegur og því fórum við í göngutúr í Kjarnaskógi með Ásu í bakpokanum, verulega frískandi að vera þar. Ása Eyfjörð varð 7 mánaða í gær, dafnar vel, brosir og hlær, algjör gullmoli sem gerir líf okkar betra.

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður árangur hjá þér í hlaupinu! Við flóðhestarnir tveir vorum að byrja í vaxtarræktinni með von um góðann árangur sem ekki virðist veita af:)
Kannski við fáum að sjá ykkur fjölskylduna við tækifæri...hvernig lítur helgin út?

Helga og Skafti (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 03:39

2 identicon

Sæl Helga og Skafti. Við förum ekki langt svo það væri gaman að bera saman afkvæmin!

Gunnþór Eyfjörð G (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:28

3 identicon

flott hjá þér!

Helga Þórey (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband