11.4.2006 | 11:40
Nýtt blogg
Kæru vinir þá er Hrappur Vestmann kominn með nýtt blogg í boði Málgagnsins eða mbl.is Endilega bendið mér á ef eitthvað er bilað, virkar ekki.
Annars er allt í góðum gír svona almennt, alltaf eitthvað í lífi hvers manns sem þarf að laga og gera tiltekt og annað sem blómstrar. Fórum í fermingarveislu um helgina sem var sérdeilis ljómandi. Dagur vinur okkar kom norður í páskafrí og við kíktum á Idol hjá Kötu og Stjána og svo aðeins í krús.
Tiltekt í tölvuherbergi gekk yfir með nýjum áherslum og það er mun betra núna.
Ég móaðist uppá þaki við að moka snjónum niður, hreinsa tröppur og stéttir.... nokkrum klukkutímum seinna kom sunnanáttin og bræddi afganginn.
Jakob danski vinur minn og Helle Nielsen ætla að koma hingað í sumar í brúðkaupið og í tilefni af því set ég vísu á dönsku svona í tilefni páskanna, eftir Jónas Hallgrímsson held ég.
Smil ned, du nattens lue!
Smil ned til dunkle jord
fra himlens höje bue
hvor herren oppe bor-
hvor snehvide englebörn danse
på månens gyldne rand
og række stjernekranse
til jordens frelste mand.
Magri
Athugasemdir
Ný síða, gaman af því
sjáumt á klíkumótinu
kv. Bjarni Th
Bjarni Th (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 12:00
Þetta er fínt
Gunnþór Eyfjörð (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.