Myndir úr lífi Magra og fjölskyldu

100_2641

Pabbi minn er góður karl sem hefur leiðbeint mér vel í gegnum lífið, aðstoðað mig á erfiðum augnablikum og staðið við hliðina á mér á gleðistundum. Ég var sennilega oft erfiður við hann og mömmu en þau gáfust ekki upp á mér og gerðu mér kleift að verða að manni. Í dag á ég frábæra konu og frábæra dóttur sem ég vil leiðbeina eins vel og pabbi og mamma hafa leiðbeint mér. Pabbi er 60 ára þann 8. febrúar. Til hamingju pabbi, tengdapabbi og afi. Ása og afi á fyrstu jólunum hennar.

100_2845

Litla fjölskyldan fer gjarnan í Kjarnaskóg að viðra sig, umhverfið þar og andrúmsloft er hressandi og eflir sál og líkama. Ásu fannst mjög gaman að vera í pokanum og berjast við vindinn, margt að sjá þó hún hafi hallað aftur augum við þessa myndatöku.

100_2851

Kyrrðin og fegurðin í Kjarnaskógi er hverjum manni holl, kíkið þangað í göngutúr eða til að leika í rólum, gera snjókarl eða hvað annað sem hressir, bætir og kætir!

100_2794

 Ása amma splæsti sundnámskeiði á nöfnu sína og henni finnst vægast sagt frábært að busla í vatninu. Hún hittir önnur kríli og gerir ýmsar æfingar, meðal annars kafar hún og finnst það lítið mál.

100_2901

 Við Kristbjörg skiptumst á að vera með henni en einnig höfum við verið öll saman og það er bara gaman. Vatnið er gott en það þarf að læra að umgangast það eins og annað. Við Íslendingar erum heppnir að hafa allt þetta góða vatn í laugum landsins.

100_2931

 Ása Eyfjörð er mjög skemmtileg og glöð rúmlega 6 mánaða stelpa sem finnst pabbi sinn mjög skemmtilegur, hann gerir mörg furðuleg hljóð og grettur. Alveg rólegur samt á þessari mynd. Þeir sem ekki vita þá er þessi "koppur" Búmbóstóll/sæti fyrir börn sem eru búin að fá nóg af gólfæfingum en eru ekki alveg búin að læra að sitja. Amma Kristín og Joseph gáfu henni þetta góða húsgagn í jólagjöf.

100_2932

Ása er að hoppa, hoppa hoppa og skoppa tralla lalla lalla lalla lalla la..... syng ég gjarnan meðan ég hossa henni á lærum mér, núna æfir hún hoppin í þessu skemmtilega teygjuhopputæki og finnst það alveg geggjað! Hvað er betra en að hoppa og slefa?

100_2897

Þegar ég var ungur drengur á Dalvík var snjór frá október og fram í miðjan maí! Heldur hefur dregið úr fannfergi en við hér á Akureyri höfum haft góðan vetur í janúar og febrúar. Helgamagrastræti við janúarlok skömmu áður en skóflan barði hengjuna niður.

Skólinn gengur vel, er byrjaður á lokaritgerð og fer í æfingakennslu í haust og klára fyrir jól. Ég fer reglulega í ræktina og get nú hlaupið 10 km án þess að stoppa á 55 mínútum og hlakka mikið til að hlaupa í góðu formi í sumar. Kristbjörg er mjög dugleg í ræktinni líka og hún fór á matreiðslunámskeið þar sem hollusta er í fyrirrúmi án öfga. Allur matur er góður í hófi en sumt er betra en annað. Við höfum síðan Ása fæddist unnið hægt og bítandi að hollari lífsháttum og það finnst okkur gott. Kristbjörg byrjar að vinna í ágúst svo enn er nægur tími til að njóta orlofs og það er frábært að geta verið heima með barni fyrsta árið.

Við hittum vini okkar reglulega, fórum í bollukaffi til Vals, Þorbjargar og tveggja barna, kvöldmatur og spjall hjá systur minni  og fjölskyldu hér í sömu götu, saltkjöt og baunir hjá Guðrúnu ömmu Kristbjargar, hitti Jón Inga yfir einum köldum, Ívar, Sigrún og Ernir frá Ferjubakka í Borgarfirði komu í kvöldmat, Kristbjörg fer á mömmumorgna í kirkjunni, ég hitti krakkana í skólanum, Ása leikur við frænkur sínar og frændur, Leifur frændi kom og skipti um blöndunartæki, hann skipti líka um tímareim í bílnum, mamma átti afmæli 23. janúar og við fórum í kaffi og hittum fullt af ættingjum, Breki frændi kom og horfði með okkur á Liverpoolleik, ég talaði við Steingrím í síma, talaði við Bjarna stórútgerðarmann og fiskverkanda og vin minn, spjallaði við Hölla frænda í Danmörku á msn, gerði verkefni með Lindu, fór í klippingu og talaði um lífið og tilveruna, talaði um kennara, ég mokaði tröppurnar, ég mokaði tröppurnar aftur og aftur, svo mokaði ég bílaplanið, ég klappaði Albert ketti........ lífið er fullt af hversdagslegum uppákomum sem mér finnst gaman af. Njótum lífsins, það þarf ekki að vera flókið!

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Gott að sjá að allt gengur vel. Villi hlaup hlýtur að vera stoltur af þér,  loksins eru allar Akureyrarferðirnar farnar að skila sér! Ég þarf að fara koma norður í mat enda enginn ætur biti hér syðra eftir að R7 lokaði!

Bjarni Th (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:23

2 identicon

Hæhæ og vá hvað það er langt síðan við höfum hisst! Gott blogg hjá þér eins og vanalega, klikkar aldrei! Flottar myndir af flottu fjölskyldunni. Ein spurning, hvar skráum við okkur á Sundnámskeið? Ekki fyrir feitar fiskibollur eins og okkur heldur fyrir litla stúfinn okkar;)

Bestu kveðjur

Helga og Skafti

Helga Hrönn og Skafti Rúnar (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:22

3 identicon

Skemmtilegar myndir. Erum alltof löt að hittast en það kannski breytist þegar Sigurður Ágúst verður eldri og fer meira út úr húsi.

En hver er Albert köttur?? 

Hugrún (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:33

4 identicon

Æji hvad thad var gott ad fá ad glugga adeins á ykkur.  Thad er vonandi ad fjølskyldan taki kjarnaskógspokann hendi honum í skottid, bruni á Austurlandid, inní bát og mæti landi á eyjunum átján.   Hér er allt í byggingarframkvæmdum og erum vid ad fara sídustu ferd til Dk ad ná i dótid.  Thessum kafla lokid og vid spennt ad byrja á nýjum.  Bestu bestu kvedjur til kvennanna thinna - heilsur úr Færeyjum

inga jenný (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 01:12

5 Smámynd: Dísa Dóra

Litla skottan orðin svaka falleg ung dama og greinilega stækkar hratt   Njótð tímans vel því þetta líður svo svakalega hratt

Dísa Dóra, 9.2.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband