Engin fyrirsögn

Aroma-Hafnarfjörður

Já kæru vinir þá er matsveinninn mættur á ný til Hafnarfjarðar með karfadjöfla sem fara í gáma til Þýskalands. Komum í morgunn og förum seinnipartinn. Skítaveður var á miðunum eins og verða vill á þessum árstíma. Nú er ég búinn að vera að heiman frá 30. janúar eða 22 daga, ein löndun á Eskifirði og tvær í Hafnarfirði, hver veit hvar við löndum næst? Ekki ég.
Annars fór ég á bókasafnið í morgun, byrjaði reyndar á hádegishlaðborði á Aski, mjög gott. Núna sit ég á besta kaffihúsinu á höfuðborgarsvæðinu, Kaffi Aroma á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Frábær búlla með stórum gluggum og útsýni yfir höfnina og fleira. Ekki er verra að hér er þráðlaust net og ég sit því með ástkæra fartölvuna mína og geri kúnstir.
Annars sakna ég Kristbjargar mikið, stundum er það óbærilegt, sérstaklega þegar veðrið er vont og afli lítill þá verður stundum dekkra yfir. En eins og ég segi þá þýðir ekki að væla og kvarta, ég hef vinnu, hef skjól, hef mat og klæði, dásamlega konu sem vill giftast mér, flottan kött og góða fjölskyldu. Ég held til hafs með bros á vör og geri mitt besta fyrir mig og aðra.
Lifið heil
Molus sjóari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband