20.1.2006 | 11:59
Engin fyrirsögn
Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..".."Hana vil ég fá!" hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður, þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn... Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?" Guð svaraði:"Heilinn, Eva... heilinn.."
Bóndadagur
Já kæru vinir það er bóndadagur í dag og það veit ég að allir bændur landsins moka extra skít í fjósinu í dag og fá sér svo einn stuttan í hlöðunni! Af hverju bóndadagur? Af hverju er það þá ekki húsfreyjudagur en ekki konudagur!! Ég veit svo sem merkingu orðsins bóndi í merkingu þess að vera maður konu eða húsbóndi. Þetta er vissulega gamalt og gott íslenskt samfélagsmál sem merkir upphaf þorrans og vonandi haldast þessi skemmtilegu gildi um ókomna tíð.
Þetta er annars venjulegur dagur, Kristbjörg bauð mér morgunmat í rúmið en ég hafði ekki þörf fyrir slíkt enda nennti ég ekki alveg strax á fætur þegar hún fór í vinnu. Við ætlum út að borða í kvöld á Strikið sem áður hét Fiðlarinn og hafa það huggulegt.
Í gær var hádegismatur hjá Ólöfu tengdaömmu sem verður 90 ára á árinu, hún býr ein og er alveg eiturhress og hikar ekki við að láta ættingja stjana við sig. Hún stjanar líka við okkur og í gær bauð hún uppá saltkjöt og baunir þar sem um 15 ættingjar og aðskotahlutir í formi tengdafólks lét sjá sig, virkilega gaman að svona upplyftingu á ósköp venjulegum degi. Gaman saman
Jæja það er best að halda áfram að lesa. Moli er sofandi og Kristbjörg þarf að brasa í hádeginu, sennilega er hún að kaupa blóm handa mér, það væri gaman.
Áfram bændur og búalið
Magri
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning