Engin fyrirsögn


Helgi magri
Allir lifandi í strætinu magra sem gat af sér Hólmasól!
Já kæru vinir við erum sprell a læf hér í Helgamagrastræti sem kennt er við landnámsmanninn Helga magra, kona hans Þórunn hyrna fæddi þeim meðal annars barn er hét Þorbjörg Hólmasól:
Það er í fréttunum að nýi leikskólinn á Akureyri skuli heita Hólmasól og draga það nafn af Þorbjörgu Hólmasól, sem mun hafa verið fyrsta barn sem fæddist í Eyjafirði, dóttir Helga magra og Þórunnar hyrnu. Þessi leikskóli er á lóð með Helgamagrastræti að austan og Þórunnarstræti (sem reyndar hét áður Þórunnarstræti hyrnu) að vestan, svo Hólmasólin er umvafin foreldrunum. Þó má telja trúlegt að Hólmasól hafi ekki verið í heiminn borin hér á Norðurbrekkunni. Hólma-nafnið er líklega af hólmum Eyjafjarðar í grennd við Kristnes, en fjörðurinn var í fyrndinni mun lengri en nú.
Hvað sem öðru líður þykir mér sérkennilegt að blaðamenn skuli ekki hafa áttað sig á því sem er jafnvel enn skemmtilegra en það sem hér hefur verið sagt. Veit ég þó að þeir eru ekki húmorslausir – a.m.k. ekki allir. Málið er nefnilega að byggingafélagið sem er að búa til Hólmasól heitir hvorki meira né minna en Hyrna... og í símaskránni sé ég að annar aðstandenda þess heitir Helgi... Þetta er eiginlega of fyndið til að geta verið satt! (Þessi boðskapur er í boði Sverris Páls).
Já gaman að þessu og það verður enn skemmtilegra þegar leikskólinn fyllist af lífi og fjöri og verður eflaust meira líf í götunni á daginn en verið hefur, allavega hætta vinnuvélar að moka og móast. Ég held að fyrstu börnin mæti í maí og starfað verður samkvæmt Hjallastefnunni sem er kynjaskiptur leikskóli. Vonandi verður okkur Kristbjörgu barna auðið fyrr en síðar svo við getum horft á börnin ganga 100 metra í leikskólann, gott mál.
Hann Daði frændi minn yngsti Bakkabróðirinn fer ekki alveg strax á leikskólann því hann datt á skíðum og fótbrotnaði. Greyið þarf að vera í gifsi a.m.k. í 6 vikur og það hlýtur að vera erfitt þegar maður er 4 ára og eldfjörugur!
Annars allt í góðu, málin eru í vinnslu og ég fer bráðum á sjó eða í vinnu í landi.
Magri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband