29.1.2006 | 16:31
Engin fyrirsögn
Til hafs skal nú haldið til veiða
Já kæru vinir þá er þessari landlegu að ljúka og nú verður róið stíft fram að brúðkaupi 8. júlí, svo er stefnt á skóla í haust þannig að það er betra að afla fjár í bókina!
Ívar og Sigrún vinafólk okkar frá Ferjubakka í Borgarfirði voru hér um helgina og var það ljómandi fínt, borða góðan mat, rölta í bæinn, fara í sund, skreppa á Papana og almenn huggulegheit.
Á eftir förum við Kristbjörg á þorrablót, heimablót hjá ömmu hennar en svo fer ég á hafið á morgun.
Góðar stundir
Molus
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning