5.1.2006 | 12:44
Engin fyrirsögn
Fiskurinn Gunnþór 13. mars 1975
Árstími Fisksins er í lok vetrar, þegar veður er umhleypingasamt. Þetta endurspeglast í eðli Fisksins, í margbrotinni og misjafnri skapgerð. Tími Fisksins er biðtími. Vorið er að nálgast og með því fyrirheit sumarsins en enn ríkir þó vetur. Á þessum tíma er litið um öxl yfir liðinn vetur. Jafnframt er horft fram á við og það undirbúið eða hugleitt sem gera skal á komandi vor- og sumarmánuðum. Þetta birtist í því að Fiskurinn hefur hæfileika til að hafa yfirsýn yfir mál og hugleiða þau í stærra samhengi.
AðlögunarhæfniFiskurinn er í innsta eðli sínu næm tilfinningavera. Hann er breytilegt vatnsmerki og getur því tjáð sig á margslunginn hátt. Hann er síðasta merkið í dýrahringnum og er oft sagt að hann hafi öll önnur merki fólgin í skapgerð sinni. Fiskurinn getur því verið víðsýnn og margbrotinn, fær um að skilja ólíkt fólk og setja sig í spor annarra. Hann hefur sterka aðlögunarhæfni en einnig fjölbreytta valkosti um eigið líf. Hann er því oft fjölhæfur, en getur átt erfitt með að takmarka sig og 'fókusera' á eitt ákveðið. Hann er stórhuga.
ÍmyndunaraflAnnar sterkur eiginleiki Fisksins er ímyndunarafl og þar af leiðandi hæfileiki til að sjá atburði og fólk fyrir hugskotssjónum sér. Hann hefur einnig sterkt innsæi. Þetta þýðir að Fiskurinn getur búið til myndir af því sem hann er að hugsa um.
Tveir heimarTákn Fisksins er tveir fiskar sem synda hvor í sína áttina, en eru eigi að síður tengdir saman með bandi. Þetta hefur verið túlkað á nokkra vegu. Ein kenningin er sú að til séu annars vegar Fiskar sem syndi á móti straumnum og hins vegar þeir sem láti sig berast með veðri og vindum lífsins. Þetta getur verið rétt, en einnig er hugsanlegt að þetta tákni að í hverjum einstökum Fiski búi tveir eðlisþættir eða ákveðin klókindi. Fiskurinn geti því synt á móti straumnum og geri það þegar sá gállinn er á honum, en kunni einnig að sæta lagi og berast með straumnum þegar það hentar honum betur. Önnur kenning er sú að annar Fiskurinn sé í þessum heimi en hinn lifi í annarri veröld, í heimi ímyndunarafls, lista eða andlegra málefna, eftir því hver persónuleg viðhorf viðkomandi eru. Það er að minnsta kosti staðreynd að Fiskurinn þolir illa gráan og hversdagslegan veruleika og þarf á því að halda að glæða líf sitt litum og búa til ævintýri.
MenningÁhugi á tónlist, menningu og listum er áberandi í fari Fisksins. Ef hann leggur ekki sjálfur stund á listir hefur hann yfirleitt gaman af því að njóta lista, sækja leikhús, kvikmyndasýningar, tónlistarviðburði, málverkasýningar og þess háttar.
SköpunTil að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Fiskurinn að fá jákvæða útrás fyrir ímyndunarafl sitt í einhvers konar skapandi viðfangsefnum. Hann tekur mikið inn á sig og þarf því að hreinsa sig reglulega af utanaðkomandi áhrifum. Það getur hann gert með því að njóta tónlistar, með því að draga sig annað slagið í hlé eða með því að breyta til og skipta um umhverfi.
Stór fjölbreytileikiVegna sterkrar aðlögunarhæfni og sveigjanleika er sennilega erfiðast af öllum stjörnumerkjunum að setja Fiskinn á afmarkaðan bás. Margir Fiskar sækja í listir, tónlist og dans, aðrir í fjölmiðla, sumir í stjórnmál og enn aðrir í viðskipti. Hvert sem sviðið er nákvæmlega þá notar Fiskurinn innsæi sitt og ímyndunarafl, og er skapandi, stórtækur og landamæralaus í athöfnum.
Þegar talað er um 'Fiska' og 'Fiskinn', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Fiskamerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.
Molus
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning