25.1.2006 | 14:59
Engin fyrirsögn
Hrafnaþing í Helgamagrastræti.
Tvö risavaxin tré eru í garðinum hjá okkur og Helga og Birnu(fólkið við hliðina þó ekki Helgi magri þó magur sé!! Ótrúlegt en satt þá keyptum við af fólki sem heita Helgi og Þórunn... Helgi magri og Þórunn hyrna.
Allavega þá gera hrafnar sig heimakomna í þessi tvö tré og það er mikið álag á Herra Mola þegar þeir krunka og brugga ráð hér allan daginn. Moli er ákaflega einbeittur við að læðast að þeim, telur jafnvel að hann geti veitt þá í gegnum eldhúsgluggann eða af sólpallinum. Kannski eru þetta landnámshrafnar að verja upphaflegt svæði Helga magra? Allavega virðist verkefnið ærið fyrir Mola og spurning hvort ég sláist ekki bara í lið með honum við veiðarnar.
Magri
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning