14.3.2006 | 14:34
Engin fyrirsögn
Sólin kemur upp um rykið
Eins og það er gaman þegar sólin skín og dagurinn lengist eins og sagt er, þá verður erfitt fyrir rykið að fela sig! Ryk er eitthvað sem við munum seint losna við en einhvers staðar verður það að vera, ryk á götu er eðlilegur hlutur en ryk á glerplötu sófaborðs er skítur! Í mannfræðinni var okkur einmitt kennt að mold í beði er góður hlutur og göfgandi vegna þess að úr beðinu koma falleg blóm sem gleðja okkur og flugurnar en mold á stofugólfinu er viðbjóður! Samhengi hlutanna er afstæður hlutur eins og heimurinn allur.
Ég átti ljúfan afmælisdag, smellti á smurbrauðstertu og annað góðgæti var á borðum enda litu góðir gestir inn í kaffi og góð veisla var gjörð. Ég fékk nokkra pakka, IQ heilsukodda frá Kristbjörgu og þegar ég vaknaði í morgunn var ég öðruvísi en ella, ný stelling á svefnstöðu eftir 31 ár leit dagsins ljós og ég held að það verði ekki aftur snúið. Næsta skref er að kaupa svona handa Kristbjörgu enda er hún búin að hertaka sængina mína og ég fékk hennar sem ég þó gaf henni!!! Þannig að koddinn verður ekki lengi minn:)
Svo fékk ég karöflu, kaffi, súkkulaði, pizzabakka og verkfæri, blóm, rauðvín, falleg kort frá Bakkabræðrum eitt frá hverjum að sjálfsögðu:) Um kvöldið elduðum við okkur humar sem var dásamlegur og svo gláptum við á Lost. Ljómandi fínn afmælisdagur.
Í dag er ég búinn að fara til Dalvíkur, þrífa bílinn, borða hádegismat með Kristbjörgu og svo hanga pínu í tölvunni sem er nauðsynlegt með.
Á morgun er sjórinn á ný og það er Hafnarfjörður, sennilega er einn túr fram að árshátíð Samherja 25. mars í íþróttahöllinni, það verður gaman:)
Lifið heilMolus
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning