Engin fyrirsögn

1755-1975

Já kæru vinir þennan dag 13. mars árið 1975 kl.1755 fæddist drengur á sjúkrahúsinu á Akureyri, hann fékk nafnið Gunnþór Eyfjörð, sonur hjónanna Gunnþórs Eyfjörð og Ásgerðar. 31 ári síðar er hann enn á Akureyri en búinn að búa á nokkrum stöðum, aðallega Dalvík, Reykjavík, Ghana, Danmörku og Akureyri.
Drengurinn er sáttur við lífið í dag, hann á yndislega konu, góða vini og frábæra fjölskyldu, meira er ekki hægt að biðja um þó hann eins og annað fólk gleymi því stundum. Ég hef skjól og vinnu, ég hef hreint vatn og mat sem eru forréttindi sem margir í dag hafa ekki og deyja af þeim sökum.
Það er gaman að vera til og mér þykir vænt um að vera hluti af ágætu samfélagi, vera elskaður og sáttur við dýr og menn.
Framundan er almennur dagur, kíkja í búðina, kannski kemur einhver í kaffi enda opið hús og allir velkomnir, opna pakkann frá Kristbjörgu og hafa það almennt huggulegt.
Molus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband