Engin fyrirsögn

Afmæli og fleira

Vonbrigðin voru mikil í gær þegar Evrópumeistararnir duttu úr leik gegn Benfica, svona er lífið. Það jákvæða var að sólin skein í gær og ég fór í tvo göngutúra enda fátt betra en að vera úti í 3°c og sól, léttklæddur og á hreyfingu.
Orri frændi minn varð 7 ára 7. mars og við fórum til þeirra á Bakka í köku og kaffi enda alltaf gott að kíkja í sveitina þar sem ekki er unnið eftir klukku.
Í gær var saltkjöt og baunir hjá Ólöfu 89 ára ömmu Kristbjargar en hún gat ekki gert þetta á sprengidaginn og ekki mátti sleppa því! Ég borðaði eins og svíni sæmir og skömmu seinna fór ég að bera 700 kg af parketi uppá 3 hæð með frænda Kristbjargar og Gunna mági, ég get lofað ykkur því að saltkjötið stóð engan veginn með mér í þeirri vinnu!!!
Ég fór á kynningu í háskólanum hér og hitti aðalkallinn í kennaradeildinni, kennsluréttindin verða ekki kennnd hér í haust svo ákvörðun mín varð auðveldari og hún er að fara í grunnskólakennarann í haust. Það er verið að endurskoða svokölluð kjörsvið sem eru svið sem þú velur á öðru ári, í haust verður tekið félagsvísinda og nútímasvið sem er bein tenging við mannfræðina mína, ég ætla að taka það kjörsvið fyrir þó ekki sé komin endanleg niðurstaða um hvernig það verður. Ég get fengið mannfræðina metna sem kjörsvið að hluta eða heild en ég tími ekki að sleppa þeim kúrsum enda tek ég þetta almennilega eða ekki!!! Allir hafa skoðanir á hvernig aðrir ættu að hafa hlutina, ég tek það besta frá öllum og legg mínar línur:)
Framundan er helgi, við erum að spá í að skella okkur til Reykjavíkur enda er þar íbúð sem er laus handa okkur og svo er brúðkaupssýning í Garðheimum um helgina, einnig er planið að finna einn skáp og hillur sem ekki finnast hér á Akureyri! Svo er bara gaman að skreppa í helgarferð:)
Molus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband