2.1.2006 | 11:21
Engin fyrirsögn
Gleðilegt megi árið 2006 verða
Jæja það hafðist þetta ár og nýtt dagatal byrjað að tikka sem þýðir að lífið heldur áfram og allt kemst í góðan farveg. Áramótin voru fín, góður matur sem var önd og hreyndýr, gott veður og góðir flugeldar með góðu fólki. Við enduðum heima um 05°° eftir nett knall og gærdagurinn var mjög yfirvegaður.
Moli fór að heiman kl. 1730 þann 30. desember, hann kom aftur heim í gærkvöldi eins og ekkert hefði í skorist! Ég hafði miklar áhyggjur af dýrinu yfir áramótin en allt fór vel að lokum.
Framundan er hádegismatur, Liverpool í sjónvarpinu, lestur og skrift, ræktin... einn dagur í einu og hver veit hvaða verkefni kemur næst, ég verð í fríi á sjónum næstu misseri og staðan verður endurmetin eftir tvær vikur um hvað ég geri næstu mánuði. Ef einhver getur ráðið mig í vinnu í landi frá 8-17 þá er ég opinn fyrir öllu.
Molus
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning