Engin fyrirsögn

Frí

Drengurinn er kominn heim í frí í tvær vikur, það er ljúft. Við komum í land í gær í Hafnarfirði og aflinn var góður eða 130 tonn af frystum og ísuðum karfa að aflaverðmæti 17, 5 milljónir eftir 6 daga sem er gott.
Fríið verður nýtt í almenn notalegheit, uppbyggingu, gleðistundir og aðallega hamingjustundir í strætinu magra. Það gengur vel í vinnunni hjá Kristbjörgu og hún er nú fastráðin og fékk hærri laun fyrir vikið sem er bara gott hjá henni. Moli er samur við sig, röltir um hverfið og hefur áhrif á umhverfið.
Við skruppum á Greifann í gær og fengum okkur pizzu og bjór og notuðum KEA-kortið sem kaupmenn Akureyrar æstu sig yfir um daginn. Ég sé ekkert að þessu að gefa neytendum fríðindakort frítt og veita manni 10-20% afslátt hjá mörgum fyrirtækjum, held að þetta stýri ekki neyslunni eins og Raggi JMJ vill meina heldur held ég að þetta auki bara neysluna enda erum við Íslendingar fræg fyrir að kaupa meira ef eitthvað er ódýrt og eyða þar af leiðandi meira. Við búum í neyslusamfélagi og neytendur vilja meira og meira, þeir hæfustu í kaupmannsbransanum lifa af. Þannig er lífið.
Framundan er sund í sól og snjó, hitta fólk, þrífa bílinn, breyta pínu og lifa lífinu.
Molus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband