7.4.2006 | 10:15
Engin fyrirsögn
Á kafi í snjó
Síðan síðast hafa allmargir drepist í Írak, margir úr hungri, sjúkdómum sem auðvelt er að lækna ef peningar eru til staðar, margir hafa fæðst og svo framvegis. Ég er búinn að vera á sjónum þar sem fiskarnir eiga heima og við gerðum tvo fína túra. Árshátíðin hjá Samherja var góð enda skilaði fyrfirtækið 3100000000 milljónum í hagnað á síðasta ári!
Ég kom heim í gær eftir greiða leið frá Hafnarfirði, hér á Akureyri er snjókoma og töluverður snjór í bænum. Ég byrjaði á að moka tröppurnar enda gerði Kristbjörg bara lítinn slóða fyrir sig og Mola, tröppurnar eru aftur orðnar fullar af snjó og því hef ég afráðið að moka nokkuð í dag nema það komi sól og blíða sem er harla ólíklegt.
Ég verð í fríi yfir páskana sem er dásamlegt enda er systir og fjölskylda að koma frá Þýskalandi og elsta barnabarnið í fjölskyldunni(Árný sem býr í Þýskalandi) lætur ferma sig á Dalvík og þar verðum við, einnig ætlum við öll að fara á Litlu hryllingsbúðina að kvöldi skírdags hjá Leikfélagi Akureyrar.
Gettu betur fór vel í gær enda unnu MA-ingar með Magna Dalvíking í liðinu en bróðir hans Pálmi vann þessa keppni x2 1991 og 1992 með MA, Dagur vinur minn er svo miðjubróðirinn og hefur aldrei unnið spurningakeppnina Gettu betur en vann spurningakeppnina hér í Helgamagrastræti um liðin jól:)
Framundan eru breytingar í tölvuherbergi, taka skrifborð og setja tölvuborð og hillur, setja upp ljós, horfa á Idolúrslitin og bara hafa það notalegt með Kristbjörgu og Mola.
Molus
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning