6.3.2006 | 13:20
Engin fyrirsögn
49 ár frá sjálfstæði Ghana
Í dag 6. mars eru liðin 49 ár frá því að Ghana varð frjálst og sjálfstætt ríki laust undan Bretlandi. Þann 1. júlí 1960 varð Ghana lýðveldi. Ég bjó í þessu Vestur-Afríkuríki sem sjálfboðaliði fyrir 10 árum, ég bjó hjá fjölskyldu í 11 mánuði og vann á bókasafni skólans sem þau eiga og reka. Fósturfaðir minn í Ghana lést 1999 en móðirin er ennþá skólastjóri og gerir vel í bænum Tema sem er 50 km frá höfuðborginni Accra.
Árið 2000 fór ég aftur til Ghana og með mér í för voru fjórir vinir mínir. Næsta ferð verður með Kristbjörgu og vonandi sem fyrst því það er gott að vera í Ghana. Ég kynntist mörgu góðu fólki í Ghana, Jakob danski hefur alla tíð síðan við flugum heim frá Ghana verið vinur minn og við hist í Ghana 2000, Íslandi 2002 og nokkrum sinnum í Danmörku. Hann og hans fjölskylda ætla að mæta í brúðkaup hér í sumar.
Í Ghana búa um 20 milljónir manna og landið er um 238.000 km2, rúmlega tvisvar sinnum stærra en Ísland. Helstu útflutningsvörur eru gull, kakó, báxít, timbur og ýmiskonar handunnar vörur. Opinbert mál er enska og svo eru töluð tugir annarra innlendra tungumála og mállýska.
Ghana er gott land sem er verðugt að heimsækja.
Annars allt gott, er að gera skattaskýrsluna okkar og það er ekkert stórvægilegt mál. Helgin var fín, fólk í mat og svo morruðum við í Jarðbaðinu í Mývatnssveit í gær. Kvöldið fór í matarboð á Bakka ásamt fjölskyldunni sem var ljómandi.
Molus
Breytt 10.4.2006 kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning