Engin fyrirsögn

Í kirkjugarðinum

Ég ligg í kirkjugarðinum, sex fetum neðan við yfirborðið, mér á vinstri hönd er Kristbjörg og við horfum til austurs......
70 árum fyrr á Akureyri... Helgamagrastræti 46. Staðsetning: nýmálað og parketlagt herbergi þeirra Gunnþórs og Kristbjargar, rúmið snýr austur vestur, altso svefnstaða okkar er þannig.
Í gærkvöldi er við vorum að fara að sofa varð mér á að segja að núna værum við að fara að sofa eins og við munun liggja í kirkjugarðinum nema að hausinn núna snýr í vestur en í gröfinni munum við snúa með fætur til austurs, á bakinu og höfuðið horfir frá vestri til austurs!! hehehe já þetta er nú meiri vitleysan í honum hugsar kannski einhver.
Við þurftum að rökræða í 30 mínútur um legu kirkjugarðsins á Akureyri og endaði það með ágætis teikningu en ekki alveg samþykki beggja aðila, ljósin voru slökkt.
Kristbjörg kom heim í mat í hádeginu og við rifjuðum upp kirkjugarðamálið sem endaði með því að ég hringdi í kirkjugarðinn og fékk eftirfarandi upplýsingar:Á Akureyri er fólk grafið með höfuðið mót austri, ef hjón óska eftir að vera grafin hlið við hlið og engar sérstakar óskir fylgja því þá er konan grafin norðan megin með karlinn sér á hægri hönd. Þar höfum við það. Það er ekki algilda á Íslandi að fólk sé grafið austur-vestur en ekki kannaði ég frekar þær hefðir.
Kristbjörg kom með mjög áhugaverða athugasemd: Hvernig verða þá homma og lesbíupör grafin? Hver á að úrskurða hvor hafi verið karlinn og hvort konan í sambandinu?? Prestarnir hljóta að ráða fram úr þessu þegar Karl biskup er farinn í gröfina!! Áhugavert.
Við Kristbjörg komumst að samkomulagi um hvernig og hvar við ætlum að láta jarðsetja okkur og er það háð búsetu, búsetutíma og öðrum hlutum sem ekki tekur að nefna hér.
Einhver kann að halda að við séum á leið í gröfina en svo er ekki, vonandi ekki allavega. Held að þetta hafi verið mjög gott að við skyldum ákveða þessa hlið lífsins svo enginn verði óánægður þegar ný vídd opnast, trúa ekki annars allir á einhvers konar líf eftir dauðann? Ég vil trúa því að lífið muni fullkomna sjálft sig með dauða sem þó er ekki endanlegur, það er gott að trúa því:)
Annars bara allt gott, er staddur á Amtbókasafninu að lesa um Nílarfólk, rófubein, prímata og margt fleira til skemmtunar og göfgunar heilans sem þó er ekki fullskrifaður!
Að lifa er að elska, að elska er að lifa og manneskjan er mesta undrið!
Molus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband