9.1.2008 | 11:54
Jörðin okkar
Heimurinn var heilbrigður þegar við stigum fram sem nútímamenn, í dag hefur hann visnað eins og þetta laufblað og það er eingöngu sökum átroðnings, græðgi og siðferðislegrar brenglunar mannsins sem birtist í hatri og baráttu um hugsjón af trúarlegum og pólitískum toga! Við erum með stóran heila og ættum að reyna að virkja og stækka góða svæðið, virkja okkur í að huga að náttúrunni og þar með okkur sjálfum, jörðin er líkami okkar og án hennar verðum við ekki til. Ef allir taka eitt jákvætt skref í átt að hagsæld jarðar þá verðum framtíð barnanna okkar bjartari. Mengaðu minna, nýttu hluti betur og ekki kaupa bara til þess að kaupa. Berðu virðingu fyrir skoðunum annarra og virtu þau lífsgæði sem þú hefur, reyndu að skilja við jörðina eins og þú vilt að börnin þín taki við henni, er það ekki bara sanngjarnt?
Magri
Athugasemdir
skrýtið að svona færsla komi frá sjálfstæðismanni
ónefndur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:31
Sjálfstæðismenn eru fjölmennur og litríkur hópur og þar eru líka umhverfissinnar og félagshyggjufólk! Samfélagið þarfnast afnáms skarpra flokkslína svo allir geti notið skoðana sinna og tillagna án þess að vera dregin niður sökum flokkslita! Mér þætti gott að vera bæði sjálfstæðismaður og vinstri-grænn ef ég gæti gert samfélaginu gott með mínu framtaki, ungur skráði ég mig í xd og tók þátt í ungliðastarfi, skoðanir mínar hafa þróast en eiga ennþá vel heima innan sjálfstæðisflokksins. Við eigum að einbeita okkur að góðum hugmyndum og hvernig er hægt að virkja þær, ekki hvaðan þær koma!
Svo er eðlilegt að tjá sig undir nafni!
Kveðja, Gunnþór frá hægri til vinstri í þágu samfélagsins.
Gunnþór Eyfjörð G. (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:37
já sammála því, auðvitað á ekki að draga fólk í dilka eftir flokkum, best væri að þurfa ekki að vera flokksbundinn en geta fylkst bak við menn og málefni
ónefndur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.