Gleðileg jól og farsælt komandi ár

jólamynd 2007

Við hér í Helgamagrastræti 46 óskum öllum gleðilegra jóla, hátíð þar sem fæðingu Jesú er fagnað en Guð sendi hann til mannsins til að gera fólki ljóst að þeir sem trúa á þá feðgana muni öðlast eilíft líf!

Eitthvað hefur boðskapurinn skolast til og menn sveigja og beygja þau boðorð sem lögð voru til grundvallar trúnni. Öfgar mannsins hafa fyrir löngu komið í veg fyrir að eilíft líf muni þrífast hér á jörð en ef marka má miðlana skiptir það ekki öllu máli því allar raunir, sjúkdómar og pestir hverfa við umskiptin til himna og öllum syndum er fyrirgefið! Haldið því endilega áfram að haga ykkur illa, menga meira, kaupa meira, éta meira og traðka á boðorðunum! Vinsamlegast verið samt góð við náttúruna og nágrannann svona rétt á meðan afmælishátíðin stendur yfir.

Árið 2007 var frábært fyrir okkur fjölskylduna því við eignuðumst Ásu Eyfjörð 24. júlí og líf okkar breyttist úr góðu í frábært. Kristbjörg var semsagt ólétt og vann fram á síðasta dag svo að segja, ég kláraði mannfræðiprófið og gerði kennaranáminu góð skil. Húsið var málað að utan, við hittum fjölskyldu og vini reglulega og létum okkur líða vel. Ég náði að hlaupa 10 km á minna en 60 mínútum og fleira og fleira gott og gaman gerðist. Við erum sátt.

Ég óska þess að mannskepnan hætti að berjast út af skoðunum og sameinist í að hreinsa til á jörðinni, búa okkur betri heim og rækta garðinn fyrir börnin okkar. Ég veit að tæknin getur gert ótrúlega hluti eins og mögulega að sporna við loftslagsbreytingum en eins og staðan er núna getum við ekkert gert annað en að haga okkur eins og siðmenntað fólk í náttúru sem er það dýrmætasta sem við eigum. Reynum hvert og eitt að taka lítil skref sem geta gert jörðina betri, það er allt og sumt sem þarf (mikilvægast er þó að koma vitinu fyrir USA). Ríkustu þjóðir heims eru að leggja sig mest fram við að rústa jörðinni og afleiðingarnar bitna helst á þeim sem eru fátækari.

Gleðileg jól og munið að lífið og jörðin eru ekki verk mannanna, við erum hér af því að ennþá er nægur gróður og grænmeti sem við og dýrin sem við étum nærumst á. Guð er fyrir mér sá kraftur sem skapaði umhverfið og þessi kraftur sendi Jesú til að koma vitinu fyrir okkur, við þurfum aðra sendinu við fyrsta tækifæri áður en allt fer endanlega í steik!

Gleðileg jól og verið góð

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað við erum hjartanlega sammála þér Gunnþór! Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt..vekur mann svo oft til umhugsunar, gott að það eru fleiri svona en ég sem pæla í lífinu og tilverunni:)

Við sendum ykkur hjónakornunum og auðvitað Ásu litlu jólakveðju og bestu óskir um gleðilega hátíð. Vonandi hittumst við eitthvað yfir hátíðirnar, annars þá strax á nýju ári:)

Helga, Skafti og Þorsteinn

Helga Hrönn og þeir tveir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Dísa Dóra

Mikið er ég sammála þér með óskum mannskepnunni í hag

Mikið er litla snúlla falleg og orðin mannaleg - yndislegt að umgangast þessi litlu kríli og ótrúlegt hvað þau gefa frá sér mikla gleði og byrtu

Megi nýtt ár færa þér og þínum gæfu og gengi 

Dísa Dóra, 30.12.2007 kl. 12:12

3 identicon

Gleðileg jól og gleðilegt ár, takk fyrir kortið, algjör prinsessa hún Ása. Kærar kveðjur til mæðgnanna.

Ívar Örn, Sigrún og Ernir. 

Ívar Örn (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband