17.12.2007 | 10:42
Málningarvinna og hangikjöt!
Ekki hljómar ţessi blanda vel, málning og hangikjöt, í réttum hlutföllum og í réttri röđ er ţessi blanda afar góđ. Desember hefur veriđ okkur góđur hér í Helgamagrastrćti, ég klárađi verkefni og próf í kennaranáminu svo sómi er ađ og nú er ađeins eitt ár í ađ ég ljúki náminu og geti látiđ menntamálin njóta krafta minna um hríđ!
Kristín systir málađi heima hjá sér, mamma og pabbi settu upp nýtt bađherbergi, Hermína systir bjó til nýtt hús úr gömlu og ţá varđ ég ađ drífa mitt gengi í framkvćmdir! Viđ máluđum tvö herbergi og gerđum sjónvarpsherbergi úr minnsta herberginu, fluttum svefnherbergiđ okkar í stćrsta herbergiđ og Ása fylgdi međ. Eftir situr herbergiđ sem viđ vorum í og nú er ţađ orđiđ leikherbergi og mun Ása flytja í ţađ á nýju ári undir sumar. Viđ ţetta losnađi svefnsófinn undan ţjónustu enda orđinn verulega lúinn eftir 7 ára ţjónustu og fer hann í nytjagám ef einhver vill. Ljómandi fínar breytingar og allir sáttir.
Viđ fórum til Dalvíkur í gćr, snćddum lax í hádeginu hjá mömmu og pabba ásamt meirihluta barnabarnanna. Viđ vćntum áframhaldandi gleđi er viđ fórum í ţarnćsta hús til kćrra vina okkar Freys og Silju, gleđin varđ skammvinn ţegar Liverpool töpuđu 0-1 fyrir Man. Utd. Viđ girtum okkur ţó í brók (Freyr er Man. Utd mađur, Silja styđur sinn mann) og fórum saman međ börnin norđur ađ kaupfélagi ţar sem árleg jólasveinaskemmtun átti sér stađ, sveinarnir sungu og gáfu epli, viđ hittum gott fólk. Ása bara brosti ţegar hún sá ţessa skeggjuđu karla!
síđast ţegar viđ fórum til Freys og Silju ađ horfa á leik voru ţađ ţessi sömu liđ og sömu úrslit, spurning hvort viđ förum aftur!
Jćja dagurinn var ljómandi góđur og endađi međ veislu hjá litlu fjölskyldunni ţví viđ snćddum hangikjöt, kartöflur, uppstúf, grćnar baunir, rauđkál, laufabrauđ og drukkum blöndu af malti og appelsíni, stórkostlegur matur ef borđađur sjaldan.
Jólin koma í rólegheitum, ég fer á sjó sem kokkur á Björgúlfi milli jóla og nýárs og ţá er bara ađ fagna lokum frábćrs árs, ársins sem Ása Eyfjörđ kom í heiminn.
Allir hressir
Magri
Af mbl.is
Íţróttir
- Sonur United-mannsins í alvarlegu slysi
- Finnst ađ Trent eigi ekki ađ byrja fleiri leiki
- Finnst ţeir bara ógeđslega góđir
- Konur: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum
- Náum aldrei takti varnarlega
- Gođsögn Real Madrid fékk blóđtappa
- Mistök hjá markmanninum (myndskeiđ)
- Ég var aldrei stressađur
- Biđst afsökunar á vandrćđalegu tímabili
- Stjarnan náđi forskoti í einvíginu gegn Grindavík
Athugasemdir
mmm hangikjöt međ öllu tilheyrandi ;) veit fátt betra......en ekki eru allir jafn hrifnir af grćnu baununum en Mosi litli hefur veriđ međ smá uppsteit ţegar ég hef fengiđ mér blessađar baunirnar... en ţađ venst vonandi fyrir jól bara.
Sé ađ ţú ert á sjó milli jóla og nýárs, viđ sjáum nú samt vonandi Kristbjörgu og Ásu í skírninni.
kv Hugrún og Mosi litli nafnlausi
Hugrún og Mosi litli nafnlausi (IP-tala skráđ) 17.12.2007 kl. 15:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.