30.11.2007 | 09:56
Sjór og saga
Skrapp á sjó á sunnudaginn og kom í gærkvöldi, það vantaði kokk á Björgvin EA 311 og því skellti ég mér með. Ég var nefnilega búinn með verkefnin í skólanum og fer í próf 7. desember. Fínt að fara á sjó, elda mat og lesa sögu á milli verka, gott fiskerí.
Allir hressir hérna, Kristbjörg og Ása dafna vel, prinsessan orðin 4 mánaða og er í uppáhaldi að sjálfsögðu, dugleg að drekka og sofa.
Framundan er lestur um íslenskt samfélag á liðnum öldum, skemmtileg lesning en mikil svo það er betra að hefja yfirferð að alvöru.
Munið að vera róleg og góð og ekki tapa ykkur eða öðrum í jólaundirbúningi, jólin eru jú hátíð ljóss og friðar og því ættuð þið ekki að kafna í efnishyggju og ólátum. Ef þú heldur að því stærri og dýrari gjöfin sé þá sé hamingjan meiri, ertu á villigötum eða hefur alið barnið þitt á ranghugmyndum um mannlegt eðli. Við þráum umhyggju, samveru og ást, á eftir koma gjafir og veraldleg gæði.
Ef þú ert Jesúbarn og fylgir hans boðskap þá ættirðu nú sem aldrei fyrr að stöðva efnishyggjuna og græðgina, gefa gjafir sem styrkja hinn gullna meðalveg og leyfa ljósi að skína, mundu eftir smáfuglunum.
Sagan er okkar, gerum hana fallega.
Magri
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Mikið til í þessu. Maður er alltaf í jólaundirbúningsstressi og oftar en ekki er maður viss um að gjafirnar séu nógu skotheldar! :/
Ég vona að ég fari að ná þessari flensu úr mér svo ég geti farið að kalla Kristbjörgu út á göngu með mér þar sem að Skafti hefur yfirgefið okkur fram að jólum fyrir flugelda...hihi
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:59
blessaður bara að minna þig á það að ég er glaður þegar öðrum líður illa :) 0-1
David Eggerts (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.