13.11.2007 | 12:05
Kennaraefnishugleiðingar
Hluti af verkefni sem ég var að gera, hentaði vel sem bloggfærsla
Vinna með börn er krefjandi starf og kennarinn ætti stöðugt að skoða sjálfan sig og þær aðferðir sem hann er að vinna með. Að halda utan um vinnuna með skráningum, til dæmis um aðferðir og árangur á tölulegu formi og huglægt mat, er eitthvað sem skólinn ætti að gera meira að svo þróun uppeldis- og kennslumála verði opnari og gegnsærri. Þessar upplýsingar þarf að vinna og tengja út fyrir skólann, kynna foreldrum og stofnunum.
Kennarinn er stöðugt undir eftirliti skóla og heimilis og ekki síst barnanna sjálfra. Hann ætti að nota vinnuna sína til að sýna fram á hvað hann hefur verið að gera, hvað hann hefur lært af henni og hvernig hann hyggst nota hana til að gera enn betur. Skilvirkni milli skóla og heimilis gæti orðið miklu meiri ef skólinn leyfir foreldrum og samfélaginu í meiri mæli að fylgjast með því mikilvæga starfi sem fram fer í skólum og leikskólum, sýna fólki með opinni dagbók hvað verið er að fást við, af hverju þetta en ekki hitt í samhengi við fyrri reynslu.
Samfélagið talar gjarnan illa um kennara því þeir eru alltaf í verkfalli og væla yfir launum, samfélagið veit ekki betur en að vinna kennara sé einföld og auðveld og að allir geti nú kennt þessum börnum. Með því að opna vinnuna meira með skráningum og ígrundun í samráði við heimilin og aðra fagmenn ættu kennarar að öðlast þá virðingu og fagviðurkenningu sem þeir sækjast eftir, börnin græða á því að allir haldi betur utan um þau, kennarar græða á því að samfélagið virði og viti hvað kennsla felur í sér og samfélagið græðir betra samfélag með betur upplýstum börnum sem samfélagsþegnum. Kennarar þurfa að girða sig í brók og sýna fram á að þeirra þekking sé sú fagkunnátta sem hentar til að fræða og miðla efni til barnanna okkar.
Þróunin í kennslu og starfi með börn verður að ná út fyrir skólastofuna svo sem flestir komi að því að mennta börnin betur, gera heimilis- samfélags- og menntaumhverfi þeirra heilbrigðara og þroskaðara svo áfram megi þróa það og bæta. Ég sem verðandi fagmaður verð að fá að sýna öðrum hvað ég er að gera með börnin, hvernig ég leitast við að móta þau eftir námskrá og heilbrigðri skynsemi og ekki síst eftir straumum og stefnum í samfélaginu, ég kem ekki nýrri þekkingu á framfæri með lokuðum foreldrafundi einu sinni á önn nema að litlu leyti. Það mun skipta mig miklu máli að flétta meira saman heimili, skóla og samfélag þar sem börnin eru miðpunkturinn.
Með því að skrá upplýsingar um kennsluna og leyfa börnum að tjá sig víðar en í skólastofunni gæti fólk tekið meiri þátt í starfi þeirra og öfugt, samfélagið fengi innsýn í heim barna og skólans og gæti komist nær því að skilja hvað starf kennarans er mikilvægt.
Ég vil vinna dag frá degi og klára verkefni en ég vil líka nota þau til að tengja við næsta verkefni og daglegt líf og setja þau í samhengi við fyrri námsreynslu og þróa hugmyndir mínar um framtíð kennsluhátta. Uppeldis- og kennslufræðileg skráning skiptir mig máli til að bæta mig sem fagmann og sýna öðrum að starf mitt sé mikilvægt út frá þekkingu minni sem fagmaður til að starfa með börn.
Magri
Af mbl.is
Innlent
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
ja sko minn, nú færðu umræður um kennarastarfið.
Þetta sem þú ert að segja er nákvæmlega það sem við erum að reyna að þróa með okkur í MB, að opna kennslustofur, tala saman um það sem gerist og hvað við erum að gera. Við erum að skrifa skólameistara ígrundunarskýrslur um hvernig við erum að þróa okkur í starfi, hvað hefur komið upp, hvaða spurningar hafa vaknað og þar frameftir götunum. Þú gefur mér reyndar þá hugmynd að þetta ætti að vera öllum aðgengilegt, svo framarlega sem engin nöfn (trúnaður) eru nefnd í skýrslunum. Auðvitað eigum við að hafa verkin okkar skrifleg og aðgengileg bæði foreldrum og svo ekki síður öðrum kennurum. Það eru allir að krunka í eigin horni og eru svo viðkvæmir fyrir gagnrýni að þeir vilja helst ekki að nokkur maður viti hvað sé að gerast í kennslustofunni. Þessu þarf að breyta, við þurfum að opna skólann upp á gátt. Skál fyrir því.
kveðja, Ívar Örn
Ívar Örn (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.