Spakmæli

Stundum er gott að látast vera heimskur, en það er alltaf heimskulegt að látast vera vitur.

Sumir eiga í svo miklu stappi með farangurinn á lífsleiðinni að þeir gleyma hvert þeir eru að fara. -N. Söderblom

Sumir skipta um flokk vegna sannfæringar sinnar. Aðrir skipta um sannfæringu vegna flokks síns. -W. Churchill

Sá sem kann að sleikja kann líka að bíta. -Franskur

Sá sem talar illa um aðra þegar þú ert nærri, talar illa um þig þegar þú ert fjarri. -Arabískur 

Dæmdu ekki óþekktan mann eða ólesna bók.

Börn fara eftir því sem foreldrarnir gera, ekki því sem þeir segja. -Peter Howard

Lærður veit mikið en reyndur meira.

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband