Ása Eyfjörð 3 mánaða

Fyrir 3 mánuðum var biðin á enda, samdrættir, sársauki, hamingja og gleði fá lýst 24. júlí er Ása Eyfjörð skutlaði sér í heiminn með dyggri aðstoð móður sinnar, föður og ljósmæðra. Það kostaði miklar og ánægjulegar æfingar að búa Ásu til og einkennilegt að hugsa til þess að í upphafi forðast maður að eignast það sem maður þráir! Bíður eftir rétta tækifærinu til að eignast barn en þegar það kemur er leiðin ekki alltaf greið. Ég hef mælst til þess við Kristbjörgu að byrja nú þegar æfingar og reyna að skapa Ásu systur eða bróður sem fyrst! Dagana eftir fæðingu tók Kristbjörg afar treglega í þessa hugmynd (skrýtið) en með hverri viku sem líður drögumst við saman!

Við erum heppin og þakklát fyrir að eiga þessa yndislegu stelpu sem brosir til okkar á hverjum morgni eftir langan nætursvefn, það er ekki hægt að biðja um meira. Hún brosir og hlær, frussar og grípur í hluti. Það er gaman og gefandi að fást við mótun afkvæmis.

Við erum hress, nóg að gera í skólanum hjá mér og Kristbjörg sinnir móðurhlutverkinu af kostgæfni og næmni, hún er mjög góð mamma. Við hreyfum okkur reglulega, reykjum ekki, drekkum í miklu hófi og höfum 33% grænt á matardisknum.... hvað getur maður gert meira? Ég bara spyr? Þetta hlýtur  að duga til vistar í Paradís! Fjölskyldan er glöð og ánægð.

Við fengum rafvirkja til að skipta um tengla, ljósrofa og ýmislegt í rafmagnstöflunni og nú er allt rafmagn á hreinu, næsta skref er að mála vistarverur og hefst sú vinna von bráðar. Ása þarf ekki eigið herbergi fyrr en kannski næsta sumar svo við getum dundað við þetta þegar tími gefst.

Ég borða harðfisk reglulega sem ég kaupi í Bónus. 18. október keypti ég harðfisk sem merktur er pökkunardegi og síðasta söludegi sem var 31. október 2008. Pökkunardagurinn var hinsvegar 31. október 2007 sem er eftir viku. Ég velti fyrir mér að helvítis mjaldarnir væru að svindla á mér og græða enn frekar með dagsetningasvindli sem hinn almenni neytandi tekur ekki eftir.

Í stað þess að hugsa meira neikvætt og stökkva til og hringja í Neytendasamtökin(sem ég hugsaði fyrst) þá hringdi ég í framleiðandann. Hann kom að fjöllum en sagði mér að límmiðavélin hafi verið biluð og sennilega kæmi þetta til af því. Hann sagði mér að fyrra bragði að ekki væri verið að svindla enda er þetta vara sem geymist í eitt ár og ekki þörf á slíku. Hann hringdi svo í mig aftur og þakkaði kærlega fyrir að láta sig vita svo hann gæti látið aðra vita af hugsanlegum svona mistökum, vélin prentar sjálfgefnar dagsetningar svo þetta voru "tæknileg mistök" eins og hjá Johnsen. Framleiðandinn sendi mér harðfisk með póstinum og allir eru sáttir. Látum vita ef við erum ósátt með vörur og blótum ekki í hljóði, það er auðveldara fyrir alla!

Enda á kínversku máltæki:

Ég heyri og gleymi. Ég sé og man. Ég geri og ég skil.

100_2421100_2427100_2431

 Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að allt gengur svona ofboðslega vel hjá ykkur fjölskyldunni:) Ása er orðin ekkert smá mannaleg og auðvitað alltaf jafn sæt og algjör snúlla:* Það er einmitt mikið búið að spyrja okkur hvenær við ætlum að koma með annað, maður fer að hugsa svo margt, hvaða aldursmunur ætli sé bestur, er pláss á heimilinu, er möguleiki á að stækka við sig um húsnæði... Enn eins og er þá er Þorsteinn sko yndið okkar og hugsanlega ætlum við að njóta þess að sjá litla rindilinn vaxa og dafna vel og systkin hans mun koma þegar því verður ætlað í heiminn ;) Það er ekki flóknara en það;) Annars verðum við nú að farað kíkja í kaffi & kleinur við tækifæri:) Stefnum á það í nóvember því Skafti verður ekki heima svo fram að jólum...blessuðu flugeldarnir;) Skilaðu kveðju til Kristbjargar og segðu henni endilega að hafa samband ef hana langar á röltið svona þegar rokið hefur sagt það gott... er sko alveg til í vagnarallý;)

Kveðja, Helga Hrönn...sem hlustar á hrotur í feðgunum og ætti að vera löngu farin að sofa...:)

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:34

2 identicon

jæja...það var þá ekki ritgerðin hjá mér...

Helga aftur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:36

3 identicon

Þið eruð nú svolítið dúlluleg...

En varðandi Neytendasamtökin og reiði, þá er ótrúlega margt sem maður er fúll yfir en lætur ekki bitna á sér - svokallað æðruleysi. Eitt hef ég þó í hyggju að láta til mín taka með, af hverju kostar augnaðgerð 320.000 á Íslandi en 100.000 í Englandi?

Verði þér að góðu með harðfiskinn, mundu að besti harðfiskurinn er frá Þingeyri.

kveðja, Ívar Örn

PS. Reynum að koma í heimsókn fyrir jól...

Ívar (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 13:21

4 identicon

ljómandi ad "heyra" frá ykkur, ég hlakka mikid til ad fá ad hitta hana Àsu en sendi bara rafknús thangad til.  kv. Inga Jenný

inga jenný (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:38

5 identicon

Æiiii, Gunnþór, fólk eins og þú sem er strax til í annað barn á meðan hitt er líkið lætur fólki eins og mér, sem vil helst aldrei eiga annað barn, líða ömurlega. Er þetta bara ekkert mál og sofið allar nætur og enginn langar að lemja neinn eða grenja allan daginn? Kannski eruð þið bara ofurmenni og miklu betra fólk en ég. Var alveg miður mín þegar Ívar sagði mér þetta um daginn, eiga annað barn strax, ég myndi ganga í sjóinn! Það er ekki auðvelt að vera illmenni.

Sigrún Íbbakona (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:58

6 identicon

Já Sigrún það er ekkert grín að vera svín.. nei ofurmenni er ég ekki en okkur langar að eignast fleiri börn og mig langar bara að hefjast handa strax og sjá hvert það leiðir okkur. Þar sem Ása er stillt og vær er líklegt að næsta barn verði snælduvitlaust, grenji allar nætur og svo framvegis, það verður þá að koma í ljós hvort við höndlum þriðja barn! Það er ekkert sjálfgefið að vilja eignast barn og hvað þá annað barn, við einbeitum okkur að fyrsta barni og annað kemur í ljós;) Þú ert ekki illmenni.

Gunnþór (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:25

7 identicon

Já komiði endilega með annað fljótlega :) Annars er stelpan búin að stækka svo mikið síðan ég sá hana í mitt fyrsta og eina skipti. Veit ekkert hvenær stefnan er tekin norður en þá renni ég að sjálfsögðu við ! Ha det bra

Rósa María (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:18

8 identicon

Ívar skammaði mig fyrir að senda þér þetta komment, sagði að ég væri vond og að þið gætuð móðgast. Ég hélt nú ekki, en biðst samt afsökunar ef ykkur hefur sárnað afþví ég sagði að þú létir mér líða illa...

sigrún (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:06

9 identicon

Nei Sigrún engin hætta á að okkur sárni, heiðarleg skoðanaskipti eru bara af hinu góða. Ég skil vel afstöðu þína því við sem manneskjur erum afar ólík og ættum að gera meira af því að tjá tilfinningar okkar og skoðanir án þess að dæma aðra. Oft verður tjáning okkar og samskipti við aðra til þess að við þróumst á annan sjónarhól og ef til vill bætum við okkur börnum eða ákvaðum að eignast ekki fleiri. Allir ættu að eiga rétt á að velja og hafna, hvort þú vilt lifa með maka þínum einum eða öðrum sem er þá afkvæmi þitt. Ég sagði við Kristbjörgu um daginn að hún væri heppin að eiga yndislega dóttur því þá hefur hún val um að tala við aðra en mig!! (Hugsa sér að hún hefði setið uppi með mig einan... ). Genin okkar eru mikilvæg og mér finnst mikilvægt að heimurinn njóti þeirra sem mest:)

Gunnþór (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:24

10 identicon

Fleiri börn, fleiri börn. Um að gera. Sammála þér um mikilvægi þess að fjölga sér, út á það gengur þetta nú allt saman. Hún Ása Eyfjörð er myndarstúlka og ég efast ekki um að komandi systkini verði nokkuð síðri.

Sá annars heimildarmynd í norska sjónvarpinu nú í vikunni. Fjallaði um áströlsk hjón sem eignuðust 9 börn á þremur árum. Og þau langaði í fleiri þegar myndinni lauk, nokkrum vikum eftir fæðingu seinni fjórburanna. Það fannst mér skrýtið. En þig skil ég vel.

 Bestu kveðjur til ykkar allra frá Noregi,

-Hildur   

Hildur Kristjbjargarfrænka (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:58

11 identicon

Hmm, já ég er einmitt ekki sammála því að maður eigi að fjölga sér mikið, það er það sem er að ganga af heiminum dauðum. Nóg til af fólki, við Ívar erum alltaf að hugsa um ættleiðingu öðru hvoru, kannski ef maður á nóg af peningum síðar. En ég samgleðst ykkur ef barnið er vært og kátt, það er nú fyrir allri geðheilsu og ég talaði sennilega ekki svona ef Ernir hefði verið þannig. Hann svaf aldrei nema svona 20 mín í einu á daginn og vakti svo í nokkra tíma í einu, aldrei hægt að líta af honum, þurfti bókstaflega að halda uppi í honum snuðinu svo það dytti ekki út úr honum og hann færi að grenja, þurftum að borða á vöktum í marga mánuði, og svo fékk hann svo hrikalega illt í magann að hann grenjaði tímunum saman og við skiptumst á að ganga með hann um á öxlinni og reyna láta hann ropa. Guði sé lof að Ívar tók fæðingarorlof um leið og hann fæddist! Annars sæti ég ekki hér... Enn hefur Ernir ekki sofið heila nótt án þess að vekja mig, og hann er eins og hálfs árs. Ég vakna næstum við þegar hann prumpar...En hann er voða skemmtilegur þessi elska, er farinn að fara með mér út að gefa kanínunum, stendur í jötunni hjá kindunum á meðan og bíður og hendir í þær heyi og hlær að þeim. Mun skemmtilegri en hann var sem ungabarn!

sigrún (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 19:13

12 identicon

já, þetta eru auðvitað bara heilbrigð skoðanaskipti.  Það má þó deila um það hvort þetta gangi út á að eignast sem mest af börnum.  Auðvitað er gott að fjölga fólki með góð gen, en sumt fólk (eins og Sigrún telur sig vera) er ekkert með sérstaklega góð gen ætluð til fjölgunar.  En þið eruð auðvitað heilsuhraust á sál og líkama og ekki með neitt headcase sem þið viljið ekki bera áfram til nýrra ættliða.  Maður spyr sig einmitt stundum að því af hverju meingallað fólk er að eignast mikið af börnum? Gerir það sér ekki grein fyrir eigin göllum (þá er ég að tala um arfgenga sjúkdóma eins og alkóhólisma, ýmiss konar geðræna veiki, þess vegna lesblindu (veit það hljómar illa) - og hversu langt á fólk að ganga í því skyni að spara sér að eignast börn - því eignast fólk ekki fyrst og fremst börn út af eigin skinni, ekki fyrir börnin sjálf eða samfélagið?  Eða hvað?  

Ívar Örn (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband