3.10.2007 | 11:56
Kallaður Gunni glæpur!
Það er glæpsamlegt að keyra of hratt en eðlilegt að keyra eftir aðstæðum hverju sinni. Ef ég keyri nú samkvæmt aðstæðum og í takt við umferðina án þess að stjórna henni og keyri of hratt, er ég þá glæpamaður? Bíllinn á undan keyrði of hratt, ég keyrði of hratt og bíllinn á eftir mér keyrði of hratt!!
Lögreglustjóraembættið á Snæfellsnesi fékk því allavega fyrir nokkrum yfirvinnutímum fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 16:09 er sjálfvirk eftirlitsmyndavél smellti mynd af mér og bílnum mínum á Vesturlandsvegi við Fiskilæk í Hvalfjarðasveit.
En hvað fór Gunnþór hratt? Gunnþór keyrði með fjölskyldu sína í roki og rigningu og keyrði eftir aðstæðum inni í bílaröð, ekki fór hann framúr og ekki stóð hann á bremsunni! Gunni glæpur keyrði eftir aðstæðum og honum er mjög annt um konu sína, barn og sjálfan sig og því keyrir hann lögum samkvæmt og tekur tillit til annarra. Ég strengdi þess heit í einhverju umferðarátaki að keyra eins og maður, ég geri það en mér er refsað.
Hraði ökutækis 98 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Vikmörkin eru 4 km/klst sem dregin eru af, því var mældur og myndaður hraði 102 km/klst. Sektin hefur þegar verið greidd kr 7500.
Ég er mjög hlynntur hærri sektum er varða brot á lögum og lögum samkvæmt keyrði ég of hratt en með hagsmuni allra í brjósti var þetta eðlilegur ferðahraði. Eitt augnablik tók tæknin völdin og mannleg skynsemi fékk ekki að ráða, við erum látlaust að kalla eftir frekari mannlegri skynsemi! Er skynsamlegt að koma fleiri myndavélum fyrir svo þær raki inn peningum fyrir lögguna sem ef til vill horfir á meðan á sjónvarpið og kvartar yfir auraleysi? Eða er betra að löggan sé sýnilegri? Auðvitað er betra að herða enn frekar sýnilega löggæslu þó í einhverjum tilfellum geti myndavélar nýst vel.
Ég ætla að halda áfram að keyra eins og maður, kannski nauðhemla ég næst er ég nálgast þessa myndavél og veld með því hópslysi sem myndi valda miklu fjárhagslegu tjóni og jafnvel örkumli sem er óbætanlegt. Það eru miklu meiri líkur á því að bíllinn sem er fyrir framan mig keyri á löglegum hraða ef hann sér lögreglubíl reglulega milli Reykjavíkur og Akureyrar, ef hann sér lögreglubíl í Varmahlíð hugsar hann um hraðann alla leið til Blönduóss og þarf ekki að draga úr hraða bara vegna þess að hann er að koma þangað á þekkt löggæslusvæði, þau eiga að vera um allt land og við eigum að leitast við að líta á lögregluna sem leiðbeinendur en ekki hermenn sem þrá blóð.
Hættiði að liggja í leyni og taka af mér myndir því þá eru meiri líkur á að ég hagi mér vel alla leið og aftur á leiðinni heim!
Ferðin var mjög góð, vorum í góðu yfirlæti hjá tengdamömmu og hittum nokkra vini en ekki eins marga og við hefðum kosið, versluðum hluti sem við þurftum og höfðum það gott. Ása Eyfjörð var til fyrirmyndar. Læt fylgja mynd af okkur feðginunum þar sem Ása er á leið í vagninn til að sofa úti í fínu flísfötunum frá Frey, Silju og sonum.
Magri
Athugasemdir
sæta sæta:* jæja hvenær fáum við að hitta ykkur fjölskylduna:)
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:07
Undanfarid thegar eg hef keyrt um Bløndossvædid, verd eg ekkert meira var vid løggur en annarsstadar. Thad minnir mig a enska maltækid "Nothing fails like success" sem thydir einfaldlega ad their sem eru bestir verda latir og reikna bara med ad ekkert breytist.
Kvedja,
Liv og co.
Verdur gaman ad sja hvernig frænkunum semur.
Hølli (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:32
ég hafði mjög gaman af þessari lesningu:)
svo væri ég til í að fá erfiðari spurningar í ruslpóstvörninni þinni...summan af fimm og þremur...!....kommon....
Þorbjörg (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.