24.9.2007 | 23:20
Ása Eyfjörð 2 mánaða
Tíminn líður og því ættum við að gera nákvæmlega það sem okkur langar til svo fremi það skaði ekki aðra. Við ættum að gera góða og skemmtilega hluti sem gera líf okkar betra, við ættum að stefna að því að afkomendur okkar virði jörðina, að þau lifi í takt við þarfir en ekki í takt við græðgi og djöfulgang eins og mannskepnan gerir nú og lítið ætlar að lagast. Við þurfum bara ákveðið magn til að lifa, til að draga andann og njóta lífsins lystisemda, við höfum svigrúm til að dekra við okkur en við höfum ekki umhverfi til að fyrirlíta, höfum ekki leyfi til að traðka á umhverfinu, mönnum og málefnum.
Græðgisvæðingin, spillingin, trúarheiftin og fyrirlitning annarra menningarheima eru skammarlegir pólar fyrir okkur manninn og á endanum munu þessi svörtu ský draga fram stóra dóma yfir manninum. Við erum sjálfum okkur verst og það er sorglegt að hinn vitiborni maður skuli misnota völd sín á jörðinni til þess eins að éta meira þegar sífellt fleiri fá minna að borða. Dýrin éta en maðurinn borðar, hélt ég, við erum á hraðri niðurleið og getum étið með hinum dýrunum ef þau verða ekki búin að éta okkur þegar við liggjum afvelta með seðla í munnvikunum!
Mér er annt um líf mitt og mér finnst arfleifð okkar skipta máli, ein ung kona sagði í dag að hún óskaði þess að barnið hennar yrði betri manneskja en hún sjálf. Ég óska þess að dóttir mín virði umhverfi sitt og fólkið sem í því býr, að hún upplifi sig sem hluta af flóru jarðar sem þarf að rækta. Ég ætla að vona að þeir fáu smitberar græðgi og yfirgangs verði útdauðir fljótlega eftir minn dag svo dóttir mín geti sagt börnunum sínum að framtíðin sé björt.
Ása Eyfjörð er 2 mánaða í dag og hún fær mig til að endurskipuleggja líf mitt, að meta hlutina út frá öðrum sjónarhornum og það er vel. Það er mikilvægt að ég hafi nóg að bíta og brenna en ég hreinlega þarf ekkert meira en það, 100 milljónir á ári myndu ekki gera mig hamingjusamari en ég er í dag.
Dagurinn í dag gæti verið besti dagur lífs þíns bara ef þú notar hann rétt!
Við þurfum að þjappa okkur saman til að ná árangri, tækifærin verða ekki mörg!
Magri
Af mbl.is
Innlent
- Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar
- Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
- Unnið við höfnina og dvalið í 20 húsum í Grindavík
- Viðræður ekkert þokast frá því á þriðjudag
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Athugasemdir
Mikið er þetta rétt hjá þér og mjög vel sett fram
Til lukku með 2. mánaða gullfallega skvísu
Dísa Dóra, 25.9.2007 kl. 12:20
Æ hvað hún er sæt :)
Gríshildur (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:38
Maður á að leitast við að haga sér eins og maður vill að börnin manns hagi sér. Góðar tilvistarpælingar hérna.
kveðja, Ívar Örn
Ívar Örn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:49
Já þetta eru góðar pælingar hjá þér og fleiri ættu að taka þig til fyrirmyndar Gunnþór! en við Áki söknuðum ykkar eiginlega í dag ég verð að segja það!
Rakel Friðriks. (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:23
Jisús minn hvað snúllan er orðin stór!!! Finnst hún bara líkjast múttunni meira og meira:) Eins og hún var nú alveg eins og pabbi sinn í firstu! :) Nú held ég að það sé kominn tími á hitting hjá okkur öllum:) Hvað segið þið um það?? ;) Verðum endilega að vinna einhvern tíma þegar Skafti er ekki í skólanum eða að vinna, hljótum að ná að púsla því;) Annars er ég alveg sammála þér, þetta eru mjög fallegar pælingar hjá þér og fær mann alveg til að hugsa og pæla enn frekar. Bestu kveðjur, Helga Hrönn
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:10
Vá hvað ég sé Kristbjörgu fyrir mér í bláa kjólnum sínum í Espilundi núna, eitthvað eldri en dóttirin er núna, þegar ég skoða þessa mynd. Bara flott hún Ása ;) Hafið það gott elskurnar, læt vita ef ég verð á ferð fyrir norðan.
Rósa María (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.