15.9.2007 | 15:19
Akureyrarhlaup, 5 km á 28 mínútum
Landnámsgölturinn setti sér markmið í sumar að rifja upp hollari lífshætti og ákvað að taka þátt í Akureyrarhlaupi þann 15. september. Hann fór af stað ásamt fríðum hópi fólks á öllum aldri, markmið hans var að hlaupa 5000 metra á innan við 30 mínútum. Hlaupið var á götum Akureyrar og veðrið þannig að hreyfingu þurfti nauðsynlega til að halda á sér hita.
Mér leið vel að hlaupa og náði settu marki, hljóp þessa 5 kílómetra á 28 mínútum. Mjög sáttur við eigin frammistöðu og því hef ég sett mér nýtt markmið sem er að hlaupa 10 km á innan við 60 mínútum á næsta ári. Af fenginni reynslu ætla ég að taka eitt skref í einu og endast lengur.
Magri
Athugasemdir
Djöfull ertu magnaður :)
Rósa María (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 08:23
Og ein spurning til Kristbjargar, skoðaru vinnumailið þitt heima eða kannski eitthvað annað ?
Rósa María (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 08:24
Þú ert nú bara kominn í ansi gott form. Ég á fullt í fangi með að hlaupa 3 km á innan við 20 mín. Annars kærar kveðjur frá fyrrum samstarfsfólki á Sæbraut, Laugu, Helgu, Röggu og Binna bró, vorum öll í kveðjupartíi fyrir Röggu sem er haldin á brott til Japan.
Ívar Örn (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.